„Við lögðum líf og sál í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. febrúar 2024 22:26 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var þungur á brún á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. „Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
„Bara gríðarlega sárt. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik og í rauninni bara spiluðum vel í þessum leik í heild. Litlir hlutir sem að skera úr um þetta.“ Ingvari varð tíðrætt um þessa litlu hluti, en þeir féllu margir hverjir með Keflavík að þessu sinni þegar kom að dómsgæslunni. Ingvar vildi þó ekki skrifa tapið á dómgæsluna. „Þú sást það, ég held að það hafi allir séð það. Mér fannst þær fá ansi auðveld köll, sérstaklega í seinni hálfleik. Það var orðinn smá pirringur í því. En þetta er ekkert kannski sem sker úr um leikinn, hann hefði getað dottið hvoru megin sem var. Þær taka 14 sóknarfráköst, þau eru dýr hérna í lokin. Við erum yfir, þær taka sóknarfrákast og skora og jafna leikinn. Litlu hlutirnir sem að kannski fóru með okkur.“ Haukar virðast vera að ná vopnum sínum. Voru hársbreidd frá því að leggja toppliðið í kvöld og í hörkuleik á móti Grindavík í síðastu umferð. Ingvar sagði að þessu fylgdu blendnar tilfinningar, að eiga í fullu tré við þessi lið en ná samt ekki að landa sigrinum þegar á reynir. „Eiginlega akkúrat það. Ég er stoltur af þeim í kvöld. Við lögðum líf og sál í þetta, eins á móti Grindavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar. Hundfúlt að ná ekki að klára þetta.“ Keira Robinson gat jafnað leikinn af vítalínunni í lokin en brenndi af fyrra vítinu og ákvað að klikka viljandi á því seinna og freista þess að ná sóknarfrákastinu. Það plan gekk alls ekki upp, en á þessum tímapunkti voru um tíu sekúndur eftir af leiknum. Ingvar sagði að hann hefði alls ekki teiknað þessa senu upp. „Ég var jafn hissa á þessu og þú! Hún hefur ætlað að setja hann í hringinn og ná frákastinu sjálf þar sem fyrra klikkaði. En leikurinn fer ekkert þar.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira