Var erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2024 08:01 Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta og nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar Vísir Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson segir það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum knattspyrnuferil sinn til þessa. Á sama tíma geti það hins vegar verið flókið, til að mynda hvað foreldrahlutverkið varðar. Hann hefur nú skrifað undir samning við FC Kaupmannahöfn eftir mikið flakk um Evrópu undanfarin ár. Ákvörðun, sem er að miklu leyti tekin með hag dætra hans tveggja og fjölskyldunnar í heild sinni að leiðarljósi. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra. Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður, en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Rúnar Alex Rúnar gengur til liðs við FC Kaupmannahöfn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal. Samningur Rúnars hjá Skyttunum í Norður-Lundúnum var að renna sitt skeið og eftir þrjár mismunandi lánsdvalir, í Englandi, Tyrklandi og Belgíu, kom kallið frá Danaveldi og skrifar Rúnar undir samning í Kaupmannahöfn til sumarsins 2027. „Aðdragandinn var svo sem ekki mikill,“ segir Rúnar aðspurður. „Þeim vantaði markmann og ég var að renna út á samningi hjá Arsenal. Þetta gerðist því mjög hratt og ég er mjög glaður með að þetta hafi gengið upp. Við þurftum að leysa einhver mál okkar á milli en allt leystist þetta nú á endanum.“ Hverju vill Rúnar áorka á þessum tíma hjá hinu sögufræga liði FC Kaupmannahafnar? „Mig langar að vinna titla. Ég er hérna kominn í félag sem vill vinna alla þá titla sem í boði eru. Svo er það náttúrulega, að ég held, draumur allra knattspyrnumanna að spila í Meistaradeild Evrópu. Þá væri ég til í að vera spila reglulega sjálfur. Ekki vera markmaður númer tvö eins og ég kem þó væntanlega til með að vera næstu sex mánuðina. Þetta eru aðal markmiðin.“ Vill verða traustins verður Rúnar Alex kemur inn í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar á þeim tímapunkti að vitað er að Kamil Grabara, núverandi byrjunarliðs markvörður liðsins, er á förum til þýska úrvalsdeildarfélagsins Wolfsburg eftir yfirstandandi tímabil. Rúnar Alex teygði sig vel eftir þessum bolta í leik með íslenska landsliðinuVísir/Hulda Margrét Hafandi þetta í huga er nokkuð ljóst að framundan eru mikilvægar vikur og mánuðir fyrir þig þó svo að mínúturnar innan vallar verði kannski ekki miklar eða hvað? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að stimpla mig inn í liðið og ná að sýna mínum liðsfélögum að ég er maður sem þeir geta treyst á. Það sama gildir um þjálfarann og því mjög fínt fyrir mig að fá næstu sex mánuði til þess að koma mér fyrir. Að mér sé ekki kastað beint út í djúpu laugina. Vonandi gefur það mér smá forskot komandi inn í næsta tímabil. Góð lausn fyrir alla Fyrri hluta yfirstandandi tímabils varði Rúnar Alex á láni hjá enska B-deildar liðinu Cardiff City þar sem að tækifærin voru af skornum skammti. „Þetta hefur verið svekkjandi tími og ég veit í raun og veru ekki af hverju (hann spilaði svona lítið). Ég fer þangað, á að spila og það var alltaf markmiðið með skiptunum. Ég kem hins vegar til félagsins þegar að tímabilið er byrjað og hinn markvörðurinn var að standa sig vel. Það var bara rosa erfitt fyrir þjálfarann og ósanngjarnt gagnvart þeim markverði að ætla taka hann úr liðinu. Frá mínu sjónarhorni var þetta einhvers konar pattstaða milli allra hlutaðeigandi aðila. Það var því bara góð lausn að breyta til. Ég sá ekki fram á að mín staða væri að fara breytast hjá Cardiff, þetta var góð lausn fyrir mig og fjölskylduna mína að komast aftur til Kaupmannahafnar, fá langan samning og smá fótfestu.“ Rúnar Alex vill sanna það fyrir liðsfélögum sínum og þjálfurum að hann sé traustins verðurMynd: FCK „Erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn“ Rúnar Alex nefnir þarna fjölskyldu sína. Hann á, ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Björk Sigurðardóttur, tvær dætur og undanfarin ár hefur verið mikið flakk á fjölskyldunni þar sem Rúnar hefur verið sendur vítt og breytt um Evrópu á lánssamningum frá Arsenal. Hefur hann meðal annars um stund spilað knattspyrnu í efstu deild Tyrklands og Belgíu og fyrir komuna til Arsenal varði hann mark Dijon í frönsku úrvalsdeildinni. Ákvörðunin um að snúa aftur til Danmerkur, þar sem að Rúnari spilaði yfir fjögurra ára tímabil með liði Nordsjælland á sínum tíma, er því ekki bara tekin með hag hans ferils í huga. Fjölskyldan vegur stóran þátt eðlilega. „Auðvitað eru það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum minn knattspyrnuferil til þessa en á sama tíma getur þetta verið flókið. Ég á tvær dætur og þær þurfa að vera í leikskóla. Ég á konu sem vill búa sér til smá líf líka, ekki bara að vera elta mig. Þetta hefur verið rosalega krefjandi. Elsta dóttir mín er fjögurra og hálfs árs og hún hefur verið á fimm mismunandi leikskólum til þessa. Hún er alltaf að byrja upp á nýtt, alltaf að fara í aðlögum á nýjum stað. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra.“ View this post on Instagram A post shared by Ru nar Alex Ru narsson (@runaralex) „Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Að búa til öruggt umhverfi fyrir börnin mín og konuna mína. Þessi félagsskipti pössuðu því einhvern vegin mjög vel inn í þessar áætlanir á þessari stundu. Ég þekki deildina og borgina mjög vel eftir að hafa búið hérna á mínum tíma sem leikmaður Nordsjælland. Þetta er að einhverju leyti eins og að snúa aftur heim og við fjölskyldan erum bara mjög spennt fyrir komandi tímum.“ Það hlýtur að hjálpa gríðarlega mikið til, að vera kunnugur staðháttum? „Já það gerir það. Litlu hlutirnir, þessir praktísku hlutir, eins og að fara út að kaupa í matinn verða mun auðveldari. Við vitum hvar allt. Auðvitað munu klárlega koma upp einhver praktísk atriði sem við þurfum að leysa en í grunninn er þetta allt bara rosalega jákvætt. Svo er mikið af Íslendingum á þessu svæði og mjög auðvelt, geri ég ráð fyrir, að aðlagast öllu á nýjan leik.“ Viðtalið allt við Rúnar Alex má sjá í spilaranum hér að ofan. Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Hann hefur nú skrifað undir samning við FC Kaupmannahöfn eftir mikið flakk um Evrópu undanfarin ár. Ákvörðun, sem er að miklu leyti tekin með hag dætra hans tveggja og fjölskyldunnar í heild sinni að leiðarljósi. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra. Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður, en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Rúnar Alex Rúnar gengur til liðs við FC Kaupmannahöfn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal. Samningur Rúnars hjá Skyttunum í Norður-Lundúnum var að renna sitt skeið og eftir þrjár mismunandi lánsdvalir, í Englandi, Tyrklandi og Belgíu, kom kallið frá Danaveldi og skrifar Rúnar undir samning í Kaupmannahöfn til sumarsins 2027. „Aðdragandinn var svo sem ekki mikill,“ segir Rúnar aðspurður. „Þeim vantaði markmann og ég var að renna út á samningi hjá Arsenal. Þetta gerðist því mjög hratt og ég er mjög glaður með að þetta hafi gengið upp. Við þurftum að leysa einhver mál okkar á milli en allt leystist þetta nú á endanum.“ Hverju vill Rúnar áorka á þessum tíma hjá hinu sögufræga liði FC Kaupmannahafnar? „Mig langar að vinna titla. Ég er hérna kominn í félag sem vill vinna alla þá titla sem í boði eru. Svo er það náttúrulega, að ég held, draumur allra knattspyrnumanna að spila í Meistaradeild Evrópu. Þá væri ég til í að vera spila reglulega sjálfur. Ekki vera markmaður númer tvö eins og ég kem þó væntanlega til með að vera næstu sex mánuðina. Þetta eru aðal markmiðin.“ Vill verða traustins verður Rúnar Alex kemur inn í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar á þeim tímapunkti að vitað er að Kamil Grabara, núverandi byrjunarliðs markvörður liðsins, er á förum til þýska úrvalsdeildarfélagsins Wolfsburg eftir yfirstandandi tímabil. Rúnar Alex teygði sig vel eftir þessum bolta í leik með íslenska landsliðinuVísir/Hulda Margrét Hafandi þetta í huga er nokkuð ljóst að framundan eru mikilvægar vikur og mánuðir fyrir þig þó svo að mínúturnar innan vallar verði kannski ekki miklar eða hvað? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að stimpla mig inn í liðið og ná að sýna mínum liðsfélögum að ég er maður sem þeir geta treyst á. Það sama gildir um þjálfarann og því mjög fínt fyrir mig að fá næstu sex mánuði til þess að koma mér fyrir. Að mér sé ekki kastað beint út í djúpu laugina. Vonandi gefur það mér smá forskot komandi inn í næsta tímabil. Góð lausn fyrir alla Fyrri hluta yfirstandandi tímabils varði Rúnar Alex á láni hjá enska B-deildar liðinu Cardiff City þar sem að tækifærin voru af skornum skammti. „Þetta hefur verið svekkjandi tími og ég veit í raun og veru ekki af hverju (hann spilaði svona lítið). Ég fer þangað, á að spila og það var alltaf markmiðið með skiptunum. Ég kem hins vegar til félagsins þegar að tímabilið er byrjað og hinn markvörðurinn var að standa sig vel. Það var bara rosa erfitt fyrir þjálfarann og ósanngjarnt gagnvart þeim markverði að ætla taka hann úr liðinu. Frá mínu sjónarhorni var þetta einhvers konar pattstaða milli allra hlutaðeigandi aðila. Það var því bara góð lausn að breyta til. Ég sá ekki fram á að mín staða væri að fara breytast hjá Cardiff, þetta var góð lausn fyrir mig og fjölskylduna mína að komast aftur til Kaupmannahafnar, fá langan samning og smá fótfestu.“ Rúnar Alex vill sanna það fyrir liðsfélögum sínum og þjálfurum að hann sé traustins verðurMynd: FCK „Erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn“ Rúnar Alex nefnir þarna fjölskyldu sína. Hann á, ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Björk Sigurðardóttur, tvær dætur og undanfarin ár hefur verið mikið flakk á fjölskyldunni þar sem Rúnar hefur verið sendur vítt og breytt um Evrópu á lánssamningum frá Arsenal. Hefur hann meðal annars um stund spilað knattspyrnu í efstu deild Tyrklands og Belgíu og fyrir komuna til Arsenal varði hann mark Dijon í frönsku úrvalsdeildinni. Ákvörðunin um að snúa aftur til Danmerkur, þar sem að Rúnari spilaði yfir fjögurra ára tímabil með liði Nordsjælland á sínum tíma, er því ekki bara tekin með hag hans ferils í huga. Fjölskyldan vegur stóran þátt eðlilega. „Auðvitað eru það svakaleg forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum minn knattspyrnuferil til þessa en á sama tíma getur þetta verið flókið. Ég á tvær dætur og þær þurfa að vera í leikskóla. Ég á konu sem vill búa sér til smá líf líka, ekki bara að vera elta mig. Þetta hefur verið rosalega krefjandi. Elsta dóttir mín er fjögurra og hálfs árs og hún hefur verið á fimm mismunandi leikskólum til þessa. Hún er alltaf að byrja upp á nýtt, alltaf að fara í aðlögum á nýjum stað. Það er rosalega erfitt sem foreldri að horfa í spegilinn og vita að maður sé ástæða þess að það eru alltaf einhverjar breytingar á lífi þeirra.“ View this post on Instagram A post shared by Ru nar Alex Ru narsson (@runaralex) „Auðvitað kemur mjög margt jákvætt út úr þessu líka, tengt þessu lífi sem atvinnumaður en þetta er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að leggja áherslu á núna. Að búa til öruggt umhverfi fyrir börnin mín og konuna mína. Þessi félagsskipti pössuðu því einhvern vegin mjög vel inn í þessar áætlanir á þessari stundu. Ég þekki deildina og borgina mjög vel eftir að hafa búið hérna á mínum tíma sem leikmaður Nordsjælland. Þetta er að einhverju leyti eins og að snúa aftur heim og við fjölskyldan erum bara mjög spennt fyrir komandi tímum.“ Það hlýtur að hjálpa gríðarlega mikið til, að vera kunnugur staðháttum? „Já það gerir það. Litlu hlutirnir, þessir praktísku hlutir, eins og að fara út að kaupa í matinn verða mun auðveldari. Við vitum hvar allt. Auðvitað munu klárlega koma upp einhver praktísk atriði sem við þurfum að leysa en í grunninn er þetta allt bara rosalega jákvætt. Svo er mikið af Íslendingum á þessu svæði og mjög auðvelt, geri ég ráð fyrir, að aðlagast öllu á nýjan leik.“ Viðtalið allt við Rúnar Alex má sjá í spilaranum hér að ofan.
Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira