Innlent

Á­lag við þolmörk um kvöld­matar­leyti og brýnt að raf­orku­notkun sé tak­mörkuð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Viðgerð á háspennulínu.
Viðgerð á háspennulínu. HS veitur

HS veitur biðla enn og aftur til íbúa Suðurnesja að fara sparlega með rafmagn um kvöldmatarleytið vegna ástandsins sem þar er en heitavatnslaust hefur verið síðan á fimmtudag. 

Í skilaboðum til viðskiptavina frá HS veitum segir að samkvæmt gögnum síðustu daga hafi raforkunotkun aukist mikið seinni part dags og í kringum kvöldmatartíma. 

Álag á mörgum hverfum hafi verið við þolmörk og í öðrum hverfum hafi orðið útsláttur vegna álags. 

„Við vitum aðstæður eru erfiðar en við verðum að standa saman og biðlum við því enn og aftur til notenda að takmarka notkun við 3kw,“ segir í tilkynningu frá HS veitum. 

Á vef Almannavarna má nálgast leiðbeiningar fyrir íbúa Suðurnesja um raforkunotkun meðan á heitavatnsleysinu stendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×