Innlent

Eld­gosinu lokið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Veðurstofan segir að gosinu sem hófst áttunda febrúar síðastliðinn sé lokið.
Veðurstofan segir að gosinu sem hófst áttunda febrúar síðastliðinn sé lokið. Vísir/Björn Steinbekk

Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið.

Engin merki um gosvirkni hafi verið sýnileg þegar sérsveitin flaug dróna yfir svæðið í gærkvöldi og enginn gosórói finnst á mælum Veðurstofunnar.

„Eins og staðan er núna er lítið að gerast þarna. Það eru engin merki um gosvirkni,“ segir Veðurstofan í samtali við fréttastofu.

Veðurstofan birti færslu á Facebook-síðu sína þar sem kemur fram að skýr merki landsigs í Svartsengi hafi mælst en að enn sé þörf á lengri tímaröð mælinga til að greina óyggjandi merki um að landris sé hafið að nýju.

Þar kemur einnig fram að jarðskjálftavirkni á umbrotasvæðinu hafi verið minniháttar síðastliðinn sólarhring.

„Veðurstofan minnir á uppfært hættumat sem gefið var út í gær og gildir að óbreyttu til kl. 15 á mánudag, 12. febrúar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×