Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 10:20 Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku. Vísir/Egill Aðalsteinsson Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. Samkvæmt tilkynningu frá HS Orku var byrjað strax í nótt að safna efni og skipuleggja flutning á því. Lagður verður vegur yfir nýja hraunið og suðustöðvar settar upp báðum megin hrauntungunnar. Leggja þarf 600 metra af nýrri lögn. Að því er segir í tilkynningunni mun framkvæmdin taka nokkra daga en enn er of snemmt að áætla verklok. Stórvirkar vinnuvélar muni brjóta hraunið upp, þjappa það niður og leggja malarpúða ofan á þvert yfir hraunið. „Ljóst er að framkvæmdin er afar umfangsmikil almannavarnaaðgerð og nokkurn tíma mun taka áður en hægt verður að segja fyrir um möguleg verklok. Allt kapp verður lagt á að vinna verkið eins hratt og nokkur kostur er,“ kemur fram í tilkynningunni. Lögreglan biðlar til íbúa Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til íbúa og atvinnurekenda á svæðinu að spara orkuna. Í færslu sem hún birti á Facebook í dag. „Nú verðum við að sýna hvað í okkur býr upp á að við höldum rafmagni á bænum svo vð náum nú að kynda hjá okkur,“ skrifar hún. Lögreglan hvetur fólk til að hlaða ekki rafmagnsbílinn, taki útiljós úr sambandi og vera aðeins með einn rafmagnshitagjafa í gangi í einu. „Við skorum á verktaka að taka nýbyggingar úr sambandi og í raun bara verða allir að leggjast á eitt.“ Reykjanesbær Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vogar Jarðhiti Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá HS Orku var byrjað strax í nótt að safna efni og skipuleggja flutning á því. Lagður verður vegur yfir nýja hraunið og suðustöðvar settar upp báðum megin hrauntungunnar. Leggja þarf 600 metra af nýrri lögn. Að því er segir í tilkynningunni mun framkvæmdin taka nokkra daga en enn er of snemmt að áætla verklok. Stórvirkar vinnuvélar muni brjóta hraunið upp, þjappa það niður og leggja malarpúða ofan á þvert yfir hraunið. „Ljóst er að framkvæmdin er afar umfangsmikil almannavarnaaðgerð og nokkurn tíma mun taka áður en hægt verður að segja fyrir um möguleg verklok. Allt kapp verður lagt á að vinna verkið eins hratt og nokkur kostur er,“ kemur fram í tilkynningunni. Lögreglan biðlar til íbúa Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til íbúa og atvinnurekenda á svæðinu að spara orkuna. Í færslu sem hún birti á Facebook í dag. „Nú verðum við að sýna hvað í okkur býr upp á að við höldum rafmagni á bænum svo vð náum nú að kynda hjá okkur,“ skrifar hún. Lögreglan hvetur fólk til að hlaða ekki rafmagnsbílinn, taki útiljós úr sambandi og vera aðeins með einn rafmagnshitagjafa í gangi í einu. „Við skorum á verktaka að taka nýbyggingar úr sambandi og í raun bara verða allir að leggjast á eitt.“
Reykjanesbær Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vogar Jarðhiti Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira