Innlent

Vara við lang­varandi raf­magns­leysi haldi fólk ekki út

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Almannavarnir biður íbúa á Reykjanesskaga um að fara sparlega með rafmagn þangað til ástandinu linnir.
Almannavarnir biður íbúa á Reykjanesskaga um að fara sparlega með rafmagn þangað til ástandinu linnir. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesi til að spara rafmagn og vara við alvarlegum afleiðingum haldi kerfið ekki út þessa álagstíma.

„Nú er rafmagnsleysi víða á Reykjanesi og hægt er að snúa því við ef fólk stendur saman í því að spara rafmagnið. Fólk sleppi því sem það telur sig ekki þurfa af rafmagni. Afleiðingarnar geti verið miklar og varað í fleiri daga,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu.

„Maður skilur svo vel að fólk sé þreytt það er búið að halda þetta út í sólarhring. En þessi sólarhringur er ekki nóg,“ bætir hún við.

Íbúar á svæðinu þurfi að halda þetta út aðeins lengur til að heita vatnið nái að hita húsin.

„En þá viljum við ekki að rafmagnskerfin fari. Afleiðingarnar eru svo alvarlegar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×