Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Samúel Karl Ólason og Telma Tómasson skrifa 9. febrúar 2024 16:34 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Gil Cohen-Magen Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22
Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08
Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59