Málfríður tekur síðasta dansinn með Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 14:24 Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur spilað næstflesta leiki allra fyrir kvennalið Vals í efstu deild og hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla með Hlíðarendafélaginu. Valur Fótbolti Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur heim í Val og ætlar að klára farsælan fótboltaferil sinn á Hlíðarenda í sumar. Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla). Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla).
Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti