Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:51 Páll Erland er forstjóri HS Veitna. Í alla nótt var unnið að því að tengja nýja hjáveitulögn sem gæti séð íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Vísir/Arnar Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16
Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21