Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:51 Páll Erland er forstjóri HS Veitna. Í alla nótt var unnið að því að tengja nýja hjáveitulögn sem gæti séð íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Vísir/Arnar Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16
Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21