Körfubolti

„Við hörmum að hafa brugðist trausti ná­granna okkar“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikið hefur gengið á undanfarna daga.
Mikið hefur gengið á undanfarna daga. Grafík/Sara

Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna félagaskipta sem settu allt á hliðina. 

Irena Sól Jónsdóttir ætlaði að skipta frá Keflavík til Njarðvíkur en skiptin gengu ekki í gegn þar sem undirskrift Keflavíkur var fölsuð á félagaskiptablaðinu. Málið hefur eðlilega vakið mikla athygli þar sem það hefur aldrei áður komið upp slíkt mál hér á landi. 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vildi ekki tjá sig við Vísi fyrr í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu á Facebook. Þar segir:

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur harmar þau vinnubrögð sem höfð voru varðandi félagsskipti leikmanns Keflavíkur þegar skil á félagsskiptaeyðublaði til KKÍ áttu sér stað.

Við hörmum að hafa brugðist trausti nágranna okkar en samstarf okkar hefur alltaf verið faglegt og byggt á virðingu. Vinnubrögð þessi eru okkur ekki sæmandi og eru ekki til eftirbreytni. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur biður alla hlutaðeigandi afsökunar.

Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar;

Halldór Karlsson, formaður KKD UMFN

Irena Sól stefndi á að skipta frá Keflavík yfir til Njarðvíkur þar sem systir hennar, Kristjana Eir, er aðstoðarþjálfari. Þar sem skiptin gengu ekki gegn hefur Irena Sól ákveðið að leggja skóna á hilluna.


Tengdar fréttir

Saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift

Keflvíkingar eru ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga vegna nýlegra félagaskipta körfuboltakonunnar Írenu Sólar Jónsdóttur. Þeir hafa sent inn kvörtun til KKÍ vegna falsaðrar undirskriftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×