Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:01 Finnur Pálmi Magnússon þekkir af eigin raun hversu flókið það getur verið fyrir fjölskyldur og launaða umönnunaraðila að vera með yfirsýn yfir þá þjónustu sem einstaklingar þurfa. Dala.care hefur þróað app fyrir heimaþjónustu fólks sem léttir á álagi fyrir alla sem að umönnuninni koma. Vísir/RAX „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. Stafræn lausn dala.care er ætluð heimaþjónustu víðar en á Íslandi því ætlunin hefur frá upphafi verið Bandaríkjamarkaður, þaðan sem hugmyndin á í rauninni upptök sín. „Það sem þessi stafræna lausn gerir líka og er svo mikilvægt, er að skjólstæðingurinn er alltaf miðpunkturinn sjálfkrafa í kerfinu okkar. Allir sem koma síðan að umönnunni með einhverjum hætti, starfsfólk og fjölskyldur, eru hins vegar upplýstir á rauntíma og með yfirsýn yfir allar þær upplýsingar sem við þurfum að vera með. Eða eins og segir í orðatiltækinu „Það þarf heilt þorp….““ Ríki og þrjú sveitarfélög en einn skjólstæðingur Alls staðar í heiminum er fyrirséð að tækniþróun í heilsutækni mun skipta sköpum fyrir heilbrigðiskerfi, sem annars munu sligast hvert af öðru eftir því sem þjóðir eldast og fólki fjölgar. Starfsemi dala.care snýst einmitt um þessa heilsutækni, því fyrst og fremst boðar hún byltingu í öllu því sem snýr að heimaþjónustu fyrir einstaklinga. Stefnan er fyrst og fremst á Bandaríkjamarkað, en á Íslandi eru aðilar nú þegar að innleiða þetta nýja kerfi. „Fyrirtækið var formlega stofnað fyrir rúmu ári síðan, en við verðum eiginlega að fara nokkur ár aftur í tímann til að segja frá upphafinu,“ segir Finnur sem sjálfur hefur starfað í nýsköpunarumhverfinu til fjölda ára, erlendis og hérlendis. „Ég er tölvunarfræðingur í grunninn og hef í raun unnið við vef- og vöruþróun frá því seint á síðustu öld, bæði hérlendis og erlendis,“ segir Finnur og nefnir sem dæmi þróunarverkefni fyrir banka um allan heim þegar hann starfaði hjá Meniga, stórt verkefni fyrir Play Station 3 í Bretlandi eða þróun á finnskum tölvuleik. „Það var síðan hjá Nox Medical sem ég fékk bakteríuna fyrir heilsutækni. Því hún einfaldlega felur í sér svo mikinn tilgang,“ segir Finnur og vísar þar til þess hvernig brýnt er að létta á álaginu í heilbrigðiskerfinu. Og þar kemur heimaþjónustan inn sem lykilatriði. „Þegar ég fór að starfa fyrir Gangverk vorum við að vinna fyrir stórt bandarískt fyrirtæki sem heitir TheKey og starfar í heimaþjónustu. TheKey er með 165 skrifstofur víðs vegar um Bandaríkin, um sjö þúsund starfsmenn og um ellefu þúsund skjólstæðinga.“ Við vorum 25 starfsmenn sem unnum í að þjónusta þá þegar mest var. En síðan kom að því að við sáum að stór vandi hjá þeim, eins og svo mörgum öðrum, er að alls staðar eru ólíkir aðilar að vinna í svo mörgum ólíkum kerfum. Þetta þekkir Finnur af eigin raun, því faðir hans greindist með Parkison fyrir fimmtán árum síðan. „Sem aðstandandi hefur maður því upplifað það að vera alltaf að tala við ólíka aðila sem sjá um einhvern hluta af hans umönnun, gefa upp sömu upplýsingarnar aftur og aftur og jafnvel að leiðrétta sömu hlutina aftur og aftur. Þetta skýrist af því að umönnunaraðilar eru með ólík kerfi, skráningar eru misgóðar og síðan eru allir að prenta út upplýsingar á pappír og fara yfir með skjólstæðingum og aðstandendum þeirra.“ Finnur tekur dæmi sem fjölmargar fjölskyldur þekkja af eigin raun. Pabbi var til dæmis að fá heimaþjónustu í Kópavogi. Síðan erum við svo heppin sem þegnar að fá bað í boði ríkisins einu sinni í viku. Þarna ertu strax komin með tvo aðila. Pabbi var síðan í sjúkraþjálfun í Hafnarfirði og þar bættist því þriðji umönnunaraðilinn við. Þetta þýddi að það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla, ef þau til dæmis ætluðu að skella sér Norður í nokkra daga.“ Með lausn dala.care eru allar upplýsingar hins vegar á einum stað: Í appi. Þar getur skjólstæðingurinn, fjölskyldan og aðrir umönnunaraðilar sótt upplýsingar, miðlað samskiptum sín á milli og haft yfirsýn með einföldum hætti. „Þegar á botninn er hvolft er það fjölskyldan sem er fjölmennasti umönnunarhópurinn þótt ólaunaður sé. Þetta er hópurinn sem veit oft mest hvaða þjónustu, lyf, dagrútínu eða athafnir fylgja hverjum skjólstæðing.“ Finnur segir appið samt gífurlega jákvæða breytingu fyrir starfsmenn í heimaþjónustunni sjálfri. „Því það léttir svo á álaginu fyrir þau að vera upplýst á rauntíma, að þurfa ekki að vera að prenta út gögn í sífellu til að fara yfir með aðstandendum og svo framvegis.“ Eitt skemmtilegasta verkefnið sem Dala.care hefur unnið að er app fyrir ljósmæður Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Þar geta ljósmæður og foreldrar séð allar upplýsingar sem skipta máli fyrstu dagana í lífi ungabarns, þegar ljósmæður sækja barnið heim með heimaþjónustu.Vísir/RAX Frá vöggu til grafar Þegar sú staða kom upp að Gangverk lagði til við TheKey, að þróuð yrði lausn sem myndi sameina allar upplýsingar í eitt kerfi, var niðurstaðan sú að fyrir TheKey væri þetta of viðamikið þróunarverkefni. Niðurstaðan varð því sú að Gangverk fjármagnaði þróunina á lausninni sjálft, en síðar yrði henni ætlað á Bandaríkjamarkað og víðar. ,,Við byrjuðum sem deild innan Gangverks og fengum þar eitt ár til að vinna í þróun lausnarinnar og finna markað. Ég get fullyrt að það hafi verið besta ár lífs míns í starfi,“ segir Finnur og brosir. Næst var að koma vörunni á markað, stofna utan um hana sérfyrirtæki og semja við fyrstu viðskiptavinina. En hvað með styrki? „Jú, við fengum átta milljóna króna styrk frá nýsköpunarráðuneytinu sem kallast Fléttan og það var fyrir lausn sem við enn í dag tölum um sem okkar skemmtilegasta verkefni,“ segir Finnur og brosir. „Verkefnið er unnið með Fæðingarheimili Reykjavíkur en þetta er app sem gerir ljósmæðrum kleift að vera með allar upplýsingar sem þær þurfa fyrir barn í heimaþjónustu sína fyrstu daga eftir fæðingu. Það sama gildir þá auðvitað með foreldra barnsins.“ Þegar fram í sækir, verður þetta enn þýðingarmeira. „Því sjáðu til. Ef þú ert til dæmis með ungabarn í heimaþjónustu ljósmóður og líka með til dæmis foreldri sem þarf á heimaþjónustu að halda, þá þýðir það að þú ert sem fjölskyldumeðlimur með sama appið fyrir báða þessa ástvini: Barnið og ömmuna eða afann.“ Nánast frá upphafi hefur Sinnum heimaþjónusta verið í nánu samstarfi við dala.care og um þessar mundir er einnig verið að vinna í innleiðingu með Vestmannaeyjabæ. „Síðan gerist það eiginlega fyrir slysni að við heyrum af því að Velferðasvið Reykjavíkur væri að fara í útboð og að þau hefðu verið í um þrjú ár að teikna upp kröfulýsinguna fyrir útboðið. Því heimaþjónusta er flókin þegar umönnunaraðilar eru ólíkir, koma víða að og þjónustan sem hver og einn skjólstæðingur þarf er svo persónubundin,“ segir Finnur og bætir við: „Til að gera langa sögu stutta þá enduðum við með að vinna þetta útboð og náðum því að skrifa undir fyrsta stóra samninginn okkar þann 28.desember 2023, þremur dögum áður en okkar fyrsta formlega rekstrarári lauk.“ Dala.care stefnir á Bandaríkjamarkað enda glíma heilbrigðiskerfi um allan heim við það sama: Þau sligast ef ekki næst að leysa sem hraðast úr málum til að létta á álaginu. Finnur segir eitt heilsutækni framtíðarinnar augljóslega það sem koma skal svo hægt sé að halda uppi sem bestri þjónustu fyrir almenning.Vísir/RAX Heilsutæknin framtíðarinnar Finnur segir fáa ekki þekkja til einhvers sem þarfnast umönnunar. Hvort heldur er frá félagsþjónustu eða heilbrigðiskerfinu. „Þegar fram í sækir sjáum við auðvitað fyrir okkur að lausnin okkar þróist enn frekar. Við erum til dæmis að vinna núna að þróun vídeó-samskiptatækni en hún gæti auðveldað læknum og hjúkrunarfólki vinnuna töluvert. Ég nefni sem dæmi að í stað þess að keyra hingað og þangað til að vitja skjólstæðings fyrst og fremst til að fara yfir lyfjagjafir, aukaverkanir og annað slíkt, væri hægt að gera það í gegnum appið okkar,“ segir Finnur. Þá eru líka hugmyndir um að vera með ýmislegt í appinu sem getur stuðlað að bættri heilsu skjólstæðinga. „Það er staðreynd að einmanaleiki fer vaxandi í heiminum, það er ýmislegt hægt að gera í gegnum okkar app sem gæti mætt þessum hópi fólks. Þá eru líka upplýsingar og ráðgjöf sem geta bætt til dæmis svefn eða mataræði af hinu góða og okkar sýn er sú að í framtíðinni geti fólk nálgast þetta allt saman með appi dala.care.“ Hjá dala.care starfa nú átta manns og um þessar mundir er unnið að undirbúningi fjármögnunar. Það fjármagn er ætlað til að taka fyrstu skrefin á Bandaríkjamarkað en eins til að stækka teymið og halda áfram frekari þróunarvinnu. Enda tækifærin stór að sögn Finns, því heilsutæknin mun skipta sífellt meira máli til framtíðar. „Heilsutækni er í raun tækni sem allir munu nota þegar fram í sækir. Það er alveg ljóst því heilbrigðiskerfin munu ekki geta það í núverandi mynd. Í flestum ríkjum er því verið að horfa til þess að efla heimaþjónustuna þannig að fólk geti verið sem lengst heima hjá sér og lifað góðu lífi.“ Finnur segir lausn Dala.care mælast ofsalega vel hjá þeim umönnunaraðilum sem hana hafa prófað. En hún geti líka leyst úr svo ólíkum vandamálum sem fjölskyldur eru oft að glíma við. Aftur tekur Finnur dæmi úr sinni fjölskyldu. „Maki og nánasta fjölskylda getur oft verið mjög bundin og átt erfitt með að komast í burtu, það er einfaldlega svo flókið skipulag í kringum hvern og einn. Þegar við vorum að þróa vöruna, prófuðum við þetta sjálfir bræðurnir með því að fara með mömmu loks í langþráð frí til Tenerife. Ferðin var síðbúin afmælisferð og við vorum ánægðir með það bræðurnir að hún fengi loks smá hvíld,“ segir Finnur og bætir við: Við stóðum vaktina á meðan við vorum úti saman bræðurnir og gerðum það þannig að í appinu vorum við með upplýsingar um allar daglegar athafnirnar hans, skipulögðum hver ætti að gera hvað og hvenær, vorum með allar upplýsingar um lyfjagjafir, bæði hvaða lyf hann þyrfti og klukkan hvað, hver tæki daginn og svo framvegis. Þannig tókst okkur að tryggja mömmu strax áhyggjulaust frí og það einna helst með því að vera með allar upplýsingar sem þarf í appi í símanum.“ Nýsköpun Tækni Heilsa Heilbrigðismál Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Störfin að breytast: Laus við síendurtekin verkefni og spörum tíma og kostnað „Áhrifin af sjálfvirknivæðingu felast ekki aðeins í möguleikanum á að spara tíma við endurtekin verkefni, aukna gæðastjórnun eða að halda launakostnaði í skefjum, heldur er hún oft liður í því að auka á starfsánægju þeirra sem við verkefnin sjálf starfa,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Evolv. 7. febrúar 2024 07:00 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stafræn lausn dala.care er ætluð heimaþjónustu víðar en á Íslandi því ætlunin hefur frá upphafi verið Bandaríkjamarkaður, þaðan sem hugmyndin á í rauninni upptök sín. „Það sem þessi stafræna lausn gerir líka og er svo mikilvægt, er að skjólstæðingurinn er alltaf miðpunkturinn sjálfkrafa í kerfinu okkar. Allir sem koma síðan að umönnunni með einhverjum hætti, starfsfólk og fjölskyldur, eru hins vegar upplýstir á rauntíma og með yfirsýn yfir allar þær upplýsingar sem við þurfum að vera með. Eða eins og segir í orðatiltækinu „Það þarf heilt þorp….““ Ríki og þrjú sveitarfélög en einn skjólstæðingur Alls staðar í heiminum er fyrirséð að tækniþróun í heilsutækni mun skipta sköpum fyrir heilbrigðiskerfi, sem annars munu sligast hvert af öðru eftir því sem þjóðir eldast og fólki fjölgar. Starfsemi dala.care snýst einmitt um þessa heilsutækni, því fyrst og fremst boðar hún byltingu í öllu því sem snýr að heimaþjónustu fyrir einstaklinga. Stefnan er fyrst og fremst á Bandaríkjamarkað, en á Íslandi eru aðilar nú þegar að innleiða þetta nýja kerfi. „Fyrirtækið var formlega stofnað fyrir rúmu ári síðan, en við verðum eiginlega að fara nokkur ár aftur í tímann til að segja frá upphafinu,“ segir Finnur sem sjálfur hefur starfað í nýsköpunarumhverfinu til fjölda ára, erlendis og hérlendis. „Ég er tölvunarfræðingur í grunninn og hef í raun unnið við vef- og vöruþróun frá því seint á síðustu öld, bæði hérlendis og erlendis,“ segir Finnur og nefnir sem dæmi þróunarverkefni fyrir banka um allan heim þegar hann starfaði hjá Meniga, stórt verkefni fyrir Play Station 3 í Bretlandi eða þróun á finnskum tölvuleik. „Það var síðan hjá Nox Medical sem ég fékk bakteríuna fyrir heilsutækni. Því hún einfaldlega felur í sér svo mikinn tilgang,“ segir Finnur og vísar þar til þess hvernig brýnt er að létta á álaginu í heilbrigðiskerfinu. Og þar kemur heimaþjónustan inn sem lykilatriði. „Þegar ég fór að starfa fyrir Gangverk vorum við að vinna fyrir stórt bandarískt fyrirtæki sem heitir TheKey og starfar í heimaþjónustu. TheKey er með 165 skrifstofur víðs vegar um Bandaríkin, um sjö þúsund starfsmenn og um ellefu þúsund skjólstæðinga.“ Við vorum 25 starfsmenn sem unnum í að þjónusta þá þegar mest var. En síðan kom að því að við sáum að stór vandi hjá þeim, eins og svo mörgum öðrum, er að alls staðar eru ólíkir aðilar að vinna í svo mörgum ólíkum kerfum. Þetta þekkir Finnur af eigin raun, því faðir hans greindist með Parkison fyrir fimmtán árum síðan. „Sem aðstandandi hefur maður því upplifað það að vera alltaf að tala við ólíka aðila sem sjá um einhvern hluta af hans umönnun, gefa upp sömu upplýsingarnar aftur og aftur og jafnvel að leiðrétta sömu hlutina aftur og aftur. Þetta skýrist af því að umönnunaraðilar eru með ólík kerfi, skráningar eru misgóðar og síðan eru allir að prenta út upplýsingar á pappír og fara yfir með skjólstæðingum og aðstandendum þeirra.“ Finnur tekur dæmi sem fjölmargar fjölskyldur þekkja af eigin raun. Pabbi var til dæmis að fá heimaþjónustu í Kópavogi. Síðan erum við svo heppin sem þegnar að fá bað í boði ríkisins einu sinni í viku. Þarna ertu strax komin með tvo aðila. Pabbi var síðan í sjúkraþjálfun í Hafnarfirði og þar bættist því þriðji umönnunaraðilinn við. Þetta þýddi að það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla, ef þau til dæmis ætluðu að skella sér Norður í nokkra daga.“ Með lausn dala.care eru allar upplýsingar hins vegar á einum stað: Í appi. Þar getur skjólstæðingurinn, fjölskyldan og aðrir umönnunaraðilar sótt upplýsingar, miðlað samskiptum sín á milli og haft yfirsýn með einföldum hætti. „Þegar á botninn er hvolft er það fjölskyldan sem er fjölmennasti umönnunarhópurinn þótt ólaunaður sé. Þetta er hópurinn sem veit oft mest hvaða þjónustu, lyf, dagrútínu eða athafnir fylgja hverjum skjólstæðing.“ Finnur segir appið samt gífurlega jákvæða breytingu fyrir starfsmenn í heimaþjónustunni sjálfri. „Því það léttir svo á álaginu fyrir þau að vera upplýst á rauntíma, að þurfa ekki að vera að prenta út gögn í sífellu til að fara yfir með aðstandendum og svo framvegis.“ Eitt skemmtilegasta verkefnið sem Dala.care hefur unnið að er app fyrir ljósmæður Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Þar geta ljósmæður og foreldrar séð allar upplýsingar sem skipta máli fyrstu dagana í lífi ungabarns, þegar ljósmæður sækja barnið heim með heimaþjónustu.Vísir/RAX Frá vöggu til grafar Þegar sú staða kom upp að Gangverk lagði til við TheKey, að þróuð yrði lausn sem myndi sameina allar upplýsingar í eitt kerfi, var niðurstaðan sú að fyrir TheKey væri þetta of viðamikið þróunarverkefni. Niðurstaðan varð því sú að Gangverk fjármagnaði þróunina á lausninni sjálft, en síðar yrði henni ætlað á Bandaríkjamarkað og víðar. ,,Við byrjuðum sem deild innan Gangverks og fengum þar eitt ár til að vinna í þróun lausnarinnar og finna markað. Ég get fullyrt að það hafi verið besta ár lífs míns í starfi,“ segir Finnur og brosir. Næst var að koma vörunni á markað, stofna utan um hana sérfyrirtæki og semja við fyrstu viðskiptavinina. En hvað með styrki? „Jú, við fengum átta milljóna króna styrk frá nýsköpunarráðuneytinu sem kallast Fléttan og það var fyrir lausn sem við enn í dag tölum um sem okkar skemmtilegasta verkefni,“ segir Finnur og brosir. „Verkefnið er unnið með Fæðingarheimili Reykjavíkur en þetta er app sem gerir ljósmæðrum kleift að vera með allar upplýsingar sem þær þurfa fyrir barn í heimaþjónustu sína fyrstu daga eftir fæðingu. Það sama gildir þá auðvitað með foreldra barnsins.“ Þegar fram í sækir, verður þetta enn þýðingarmeira. „Því sjáðu til. Ef þú ert til dæmis með ungabarn í heimaþjónustu ljósmóður og líka með til dæmis foreldri sem þarf á heimaþjónustu að halda, þá þýðir það að þú ert sem fjölskyldumeðlimur með sama appið fyrir báða þessa ástvini: Barnið og ömmuna eða afann.“ Nánast frá upphafi hefur Sinnum heimaþjónusta verið í nánu samstarfi við dala.care og um þessar mundir er einnig verið að vinna í innleiðingu með Vestmannaeyjabæ. „Síðan gerist það eiginlega fyrir slysni að við heyrum af því að Velferðasvið Reykjavíkur væri að fara í útboð og að þau hefðu verið í um þrjú ár að teikna upp kröfulýsinguna fyrir útboðið. Því heimaþjónusta er flókin þegar umönnunaraðilar eru ólíkir, koma víða að og þjónustan sem hver og einn skjólstæðingur þarf er svo persónubundin,“ segir Finnur og bætir við: „Til að gera langa sögu stutta þá enduðum við með að vinna þetta útboð og náðum því að skrifa undir fyrsta stóra samninginn okkar þann 28.desember 2023, þremur dögum áður en okkar fyrsta formlega rekstrarári lauk.“ Dala.care stefnir á Bandaríkjamarkað enda glíma heilbrigðiskerfi um allan heim við það sama: Þau sligast ef ekki næst að leysa sem hraðast úr málum til að létta á álaginu. Finnur segir eitt heilsutækni framtíðarinnar augljóslega það sem koma skal svo hægt sé að halda uppi sem bestri þjónustu fyrir almenning.Vísir/RAX Heilsutæknin framtíðarinnar Finnur segir fáa ekki þekkja til einhvers sem þarfnast umönnunar. Hvort heldur er frá félagsþjónustu eða heilbrigðiskerfinu. „Þegar fram í sækir sjáum við auðvitað fyrir okkur að lausnin okkar þróist enn frekar. Við erum til dæmis að vinna núna að þróun vídeó-samskiptatækni en hún gæti auðveldað læknum og hjúkrunarfólki vinnuna töluvert. Ég nefni sem dæmi að í stað þess að keyra hingað og þangað til að vitja skjólstæðings fyrst og fremst til að fara yfir lyfjagjafir, aukaverkanir og annað slíkt, væri hægt að gera það í gegnum appið okkar,“ segir Finnur. Þá eru líka hugmyndir um að vera með ýmislegt í appinu sem getur stuðlað að bættri heilsu skjólstæðinga. „Það er staðreynd að einmanaleiki fer vaxandi í heiminum, það er ýmislegt hægt að gera í gegnum okkar app sem gæti mætt þessum hópi fólks. Þá eru líka upplýsingar og ráðgjöf sem geta bætt til dæmis svefn eða mataræði af hinu góða og okkar sýn er sú að í framtíðinni geti fólk nálgast þetta allt saman með appi dala.care.“ Hjá dala.care starfa nú átta manns og um þessar mundir er unnið að undirbúningi fjármögnunar. Það fjármagn er ætlað til að taka fyrstu skrefin á Bandaríkjamarkað en eins til að stækka teymið og halda áfram frekari þróunarvinnu. Enda tækifærin stór að sögn Finns, því heilsutæknin mun skipta sífellt meira máli til framtíðar. „Heilsutækni er í raun tækni sem allir munu nota þegar fram í sækir. Það er alveg ljóst því heilbrigðiskerfin munu ekki geta það í núverandi mynd. Í flestum ríkjum er því verið að horfa til þess að efla heimaþjónustuna þannig að fólk geti verið sem lengst heima hjá sér og lifað góðu lífi.“ Finnur segir lausn Dala.care mælast ofsalega vel hjá þeim umönnunaraðilum sem hana hafa prófað. En hún geti líka leyst úr svo ólíkum vandamálum sem fjölskyldur eru oft að glíma við. Aftur tekur Finnur dæmi úr sinni fjölskyldu. „Maki og nánasta fjölskylda getur oft verið mjög bundin og átt erfitt með að komast í burtu, það er einfaldlega svo flókið skipulag í kringum hvern og einn. Þegar við vorum að þróa vöruna, prófuðum við þetta sjálfir bræðurnir með því að fara með mömmu loks í langþráð frí til Tenerife. Ferðin var síðbúin afmælisferð og við vorum ánægðir með það bræðurnir að hún fengi loks smá hvíld,“ segir Finnur og bætir við: Við stóðum vaktina á meðan við vorum úti saman bræðurnir og gerðum það þannig að í appinu vorum við með upplýsingar um allar daglegar athafnirnar hans, skipulögðum hver ætti að gera hvað og hvenær, vorum með allar upplýsingar um lyfjagjafir, bæði hvaða lyf hann þyrfti og klukkan hvað, hver tæki daginn og svo framvegis. Þannig tókst okkur að tryggja mömmu strax áhyggjulaust frí og það einna helst með því að vera með allar upplýsingar sem þarf í appi í símanum.“
Nýsköpun Tækni Heilsa Heilbrigðismál Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Störfin að breytast: Laus við síendurtekin verkefni og spörum tíma og kostnað „Áhrifin af sjálfvirknivæðingu felast ekki aðeins í möguleikanum á að spara tíma við endurtekin verkefni, aukna gæðastjórnun eða að halda launakostnaði í skefjum, heldur er hún oft liður í því að auka á starfsánægju þeirra sem við verkefnin sjálf starfa,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Evolv. 7. febrúar 2024 07:00 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Störfin að breytast: Laus við síendurtekin verkefni og spörum tíma og kostnað „Áhrifin af sjálfvirknivæðingu felast ekki aðeins í möguleikanum á að spara tíma við endurtekin verkefni, aukna gæðastjórnun eða að halda launakostnaði í skefjum, heldur er hún oft liður í því að auka á starfsánægju þeirra sem við verkefnin sjálf starfa,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Evolv. 7. febrúar 2024 07:00
„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01
Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00