Viðskipti innlent

Bein út­sending: Rök­styðja á­kvörðun peninga­stefnu­nefndar

Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu þar gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að ákveðið hafi verið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan og í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki þá er ráð að endurhlaða síðuna.


Tengdar fréttir

Seðla­bankinn heldur stýri­vöxtum ó­breyttum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent eins og þeir hafa verið síðan í ágúst þegar þeir voru hækkaðir um hálft prósentustig.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×