Innlent

Leita vitna vegna á­greinings um ljósastöðu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Annar bíllinn valt við áreksturinn og er mikið skemmdur.
Annar bíllinn valt við áreksturinn og er mikið skemmdur. LRH

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík í gær.

Tilkynning málið barst klukkan 15:08, en ágreiningur er um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð. Vegna þessa eru vitni beðin um að gefa sig fram. 

Öðrum bílnum var ekið norður Sæbraut en hinum vestur Holtaveg þegar árekstur varð. Betur fór en á horfðist og þurfti ekki að flytja neinn á bráðamóttöku Landspítalans.

Veðrið var fallegt þegar áreksturinn varð. Sól og hálka geta þó verið varasöm tvenna í umferðinni á Íslandi.LRH

Þau sem geta gefið upplýsingar um áreksturinn eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudrun.jack@lrh.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×