Dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að stela og leka gögnum til Wikileaks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2024 08:23 Saksóknarar sögðu um að ræða einn umfangsmesta og alvarlegasta leka í sögu Bandaríkjanna. AP/Elizabeth Williams Forritari sem eitt sinn starfaði hjá CIA var í gær dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að stela og leka leynilegum gögnum til Wikileaks og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm. Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Joshua Schulte, 35 ára, hefur setið í fangelsi frá árinu 2018 en árið áður átti hann lykilþátt í svokölluðum „Vault 7“ leka til Wikileaks, sem leiddi í ljós að bandaríska leyniþjónustan hafði stundað það að brjótast inn í Apple og Android snjallsíma á erlendri grundu. Þá höfðu tilraunir einnig verið gerðar til að stunda njósnir í gegnum nettengd sjónvörp. Schulte kom að forritun njósnabúnaðarins sem sérfræðingur í höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu. Saksóknarar í málinu sögðu um að ræða einn skaðlegasta leka í sögu Bandaríkjanna; hann hefði bæði kostað stjórnvöld milljónir dala, hamlað upplýsingasöfnun gegn andstæðingum Bandaríkjanna og ógnað öryggi starfsmanna CIA. Lekinn hefði ógnað þjóðaröryggi landsins. Schulte fékk tækifæri til að tjá sig áður en refsing hans var ákvörðuðu en nýtti tímann aðallega til að kvarta yfir aðstæðum í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðahaldi. Þá gangrýndi hann að saksóknarar hefðu farið fram á lífstíðarfangelsi eftir að hafa boðið honum samning upp á tíu ár. Hann hefði hafnað samkomulagi þar sem það fól í sér að hann afsalaði rétti sínum til að áfrýja. Schulte sagði yfirvöld ekki á eftir réttlæti, heldur hefnd, en dómarinn sagði það sama um Schulte. Hann sagði uppljóstrarann ekki hafa látið stjórnast af réttsýni heldur reiði gagnvart vinnustað sínum. Þá hefði hann ekki sýnt nein merki um að hann iðraðist gjörða sinna. Um 2.400 myndir og myndskeið sem sýndu barnaníð fundust á tölvu Schulte, sem hann virðist hafa haft aðgang að úr fangelsinu. Var hann sagður hafa haldið áfram að skoða efnið eftir að hann var handtekinn. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að hafa efnið undir höndum. Fyrir að stela hinum leynilegum gögnum og leka þeim fékk hann 24 ára dóm.
Bandaríkin WikiLeaks Erlend sakamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira