Risatíðindi úr F1: Hamilton sagður á leið í Ferrari Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:23 Lewis Hamilton virðist eiga að taka sæti Carlos Sainz hjá Ferrari. Getty/Qian Jun Ein stærstu félagaskipti í sögu Formúlu 1 kappakstursins virðast vera í pípunum því talið er að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton sé að ganga til liðs við Ferrari. Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti. Akstursíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Á vef Motorsport.com segir að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. BBC tekur undir þennan fréttaflutning og segir að mögulega verði tilkynnt um samning á milli Hamiltons og Ferrari í dag. Ferrari hefur lengi haft augastað á Hamilton en hann hefur hingað til viljað halda sig við Mercedes enda talið það vænlegri kost til að fjölga heimsmeistaratitlum. Eftir tvö erfið tímabil með Mercedes er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. BREAKING Lewis Hamilton set to move to Ferrari in bombshell switch Tap to read more — Mail Sport (@MailSport) February 1, 2024 Hamilton skrifaði í fyrra undir samning við Mercedes sem sagður var gilda árin 2024 og 2025 en nú virðist sem að seinna árið hafi verið valkvætt. Ítalski miðillinn formu1a.uno segir að möguleikinn á að fá Hamilton sé ástæðan fyrir því hvað það hafi dregist hjá Ferrari að endursemja við Carlos Sainz, en samningur hans rennur út í lok þessa árs. Greint var frá nýjum samningi við Charles Leclerc fyrir nokkrum dögum. Spænski miðillinn AS segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum en að ljóst sé að Hamilton ætli sér að reyna við áttunda heimsmeistaratitilinn sem fulltrúi Ferrari. Þá sé ljóst að hinn spænski Sainz þurfi að finna sér nýtt lið og nefnir blaðið Audi, Mercedes og Aston Martin sem bestu kosti.
Akstursíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira