Giga bætist við Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Norbertas Giga sýndi styrk sinn með Haukum á síðustu leiktíð. Vísir/Diego Nýliðar Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta tilkynntu um sannkallaða „risaviðbót“ fyrir lok félagaskiptagluggans. Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“ UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn