Framsóknarmenn undirbúa listaverk um einvígi aldarinnar Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 10:58 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mikill áhugamaður um skák. Vísir/Magnús Hlynur Menningar- og viðskiptaráðherra hefur falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leiðir hópinn, sem skipaður er þremur öðrum Framsóknarmönnum og tveimur skákmönnum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra
Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31