Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 11:15 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, er til í nýjar þotur frá Boeing. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Reuters greinir frá en tilefnið eru fréttir af því að bandaríska flugfélagið United Airlines hyggist hætta við kaup á 277 Max 10 vélum. Vélar af gerðinni Max 9 frá Boeing hafa verið kyrrsettar í Bandaríkjunum eftir að dyr losnuðu á vél Alaska Airlines. Í kjölfarið við skoðun á vélunum hafa fundist skrúfboltar sem herða hefði þurft betur. Þetta hefur fundist í vélum Alaska Airlines og United Airlines. „Við höfum tjáð þeim að ef sum af þessum bandarísku flugfélögum vilja ekki Max 10 vélarnar, að þá muni Ryanair hirða þessar vélar,“ hefur Reuters eftir Michael O'Leary, forstjóra Ryanair. Hann segir að ný vél Boeing verði byltingarkennd fyrir flugiðnaðinn. Á sama tíma tekur forstjórinn fram að Boeing þurfi að fara yfir gæðamál innanhúss. Áður hefur Neil Sorahan, yfirmaður fjármálasviðs hjá Ryanair, sagt að félagið sé tilbúið til að kaupa vélarnar, á réttu verði. Félagið vonast til að hinar nýju vélar verði samþykktar af flugmálayfirvöldum fyrir lok ársins og geti hafið sig til flugs í byrjun næsta árs. Ryanair er það flugfélag sem flýgur flestum farþegum í Evrópu. Félagið hefur þegar pantað 150 vélar af gerð Max 10, með möguleikanum á að panta 150 til viðbótar. Félagið á þegar 136 farþegaþotur af gerðinni Boeing Max 8 og 409 eldri vélar úr smiðju Boeing. Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Reuters greinir frá en tilefnið eru fréttir af því að bandaríska flugfélagið United Airlines hyggist hætta við kaup á 277 Max 10 vélum. Vélar af gerðinni Max 9 frá Boeing hafa verið kyrrsettar í Bandaríkjunum eftir að dyr losnuðu á vél Alaska Airlines. Í kjölfarið við skoðun á vélunum hafa fundist skrúfboltar sem herða hefði þurft betur. Þetta hefur fundist í vélum Alaska Airlines og United Airlines. „Við höfum tjáð þeim að ef sum af þessum bandarísku flugfélögum vilja ekki Max 10 vélarnar, að þá muni Ryanair hirða þessar vélar,“ hefur Reuters eftir Michael O'Leary, forstjóra Ryanair. Hann segir að ný vél Boeing verði byltingarkennd fyrir flugiðnaðinn. Á sama tíma tekur forstjórinn fram að Boeing þurfi að fara yfir gæðamál innanhúss. Áður hefur Neil Sorahan, yfirmaður fjármálasviðs hjá Ryanair, sagt að félagið sé tilbúið til að kaupa vélarnar, á réttu verði. Félagið vonast til að hinar nýju vélar verði samþykktar af flugmálayfirvöldum fyrir lok ársins og geti hafið sig til flugs í byrjun næsta árs. Ryanair er það flugfélag sem flýgur flestum farþegum í Evrópu. Félagið hefur þegar pantað 150 vélar af gerð Max 10, með möguleikanum á að panta 150 til viðbótar. Félagið á þegar 136 farþegaþotur af gerðinni Boeing Max 8 og 409 eldri vélar úr smiðju Boeing.
Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira