Kristrún kallar eftir opinskárri umræðu um aðstoð við Grindvíkinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2024 09:04 Rætt var um mögulega bankasölu í tengslum við aðgerðir vegna náttúruhamfaranna í Grindavík og voru stöllurnar ekki sammála um hvort bankasala væri fýsileg á þessum tímapunkti. Það sem skiptir máli þegar kemur að því hvernig stjórnvöld hyggjast mæta Grindvíkingum sem nú sjá fram á að þurfa að finna sér nýtt húsnæði til lengri tíma og jafnvel langframa, er ekki hvaðan fjármagnið kemur heldur áhrif aðgerðanna á efnahagslífið. Þetta sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær. „Það hefur mikið verið rætt hvort við ráðum við þetta fjárhagslega. Fyrir mér er það ákveðinn misskilningur í umræðunni. Það er alltaf hægt að borga svona. Spurningin er ekki hvar þú finnur peninginn; hvort ríkistjórnin ákveður að gefa út lán, eða sækja pening í Náttúruhamfaratryggingasjóð... Hvað þú kallar peninginn sem þú sækir skiptir að mínu mati takmörkuðu máli á þessum tímapunkti, meira að segja þótt þú sækir hann til bankanna. Það er svona bókhaldslega hliðin; hvar skuldin verður til. Það eru áhrifin af því að nota þessa peninga sem skipta máli.“ Kristrún benti á að í kjölfar Heimaeyjargossins árið 1973 hefði meðal annars verið ákveðið að hækka söluskatt. Það væri ekki skynsamlegt nú, þar sem það væri hraðasta leiðin til að „varpa þessu út í verðlagið“. Aðgerðir á skattahliðinni væru þó eitthvað sem þyrfti að skoða. Það þyrfti þó að vera alveg á hreinu að um yrði að ræða aðgerðir til að bregðast við vanda Grindvíkinga, ekki um einhverja stefnubreytingu til lengri tíma. Þannig væri hægt að ná pólitískri sátt um málið. Komið var inn á möguleikann á því að skattleggja tekjur þeirra sem væru stórtækir í útleigu íbúða, til að mynda á Airbnb, líkt og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur talað um. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði hins vegar ákveðins misskilnings gæta í málflutningi Samfylkingarinnar, þar sem því hefði meðal annars verið haldið fram að með reglugerðabreytingu hefði hún gert stórtækum fjárfestum í íbúðarhúsnæði kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. „Þetta kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um blokkir í miðbænum sem væru í raun eins og hótel. Sem er auðvitað mikið ójafnræði gagnvart þeim sem eru að reka hótel og þurfa að borga önnur gjöld og frekari skatta sem slíkir. Þannig að það eitt og sér er ósanngjarnt og skekkir samkeppni þeirra. En þá viðurkenndi borgarstjóri að það hefði fallið á tæknilegu atriði, það er að segja sveitarfélögin hafa allan tímann haft fulla heimild til að taka það skýrt fram að það ætti ekki að fara fram atvinnustarfsemi eins og í þessum blokkum,“ sagði Þórdís. Hvað varðaði fjármögnun aðgerða til að gera Grindvíkum kleift að fjárfesta í húsnæði á nýjum stað sagði Þórdís að áhrif þeirra væru misjöfn eftir því hvert fjármagnið yrði sótt. Aðkoma fjármálastofnana og lífeyrissjóða hefði til að mynda önnur áhrif en ef áhættan lægi alfarið hjá ríkinu. „Við erum í raun að segja: Það er áhætta til staðar gagnvart bönkunum. Þeir eru þarna með veð sem þeir vita ekki hvað verður um. Þannig að það er ekkert nema eðlilegt að þeir komi með okkur í það.“ Spurð að því hvort ríkið ætlaði þá að ábyrgjast umrædd veð sagði Þórdís: „Sko, vinnan gengur vel. Við erum mjög langt komin með hana. Þetta snýst um það að þarna eru veð fyrir einhverja rúmlega 20 milljarða. Það eru mismunandi leiðir að því hvernig við losum fólk undan. Það þarf að huga að einhverjum mögulegum forkaupsrétti... er það mögulegt, er það skynsamlegt? Á að nota eignir Náttúruhamfaratrygginga? Því eitt er þetta tjón sem Náttúruhamfaratryggingu ber að bæta og greiða, það er eitt, hitt sem við erum að skoða er að Náttúruhamfaratryggingar eiga eignir. Og væri mögulegt, og þá skynsamlegt, að nýta hluta þeirra eigna til þess að fjármagna þetta?“ Um væri að ræða einskiptiskostnað og skoða þyrfti hvort rétt væri að fjármagna hann með sköttum til lengri tíma eða með öðrum ráðum. Þórdís sagðist sammála Kristrúnu um að verkefnið væri viðráðanlegt en spurning væri hvað það ætti að kosta. Unnið væri að því að lágmarka kostnaðinn til að takmarka áhrifin á hagkerfið. Auka þyrfti framboð á húsnæði og áhrifin yrðu fyrst og fremst á hann. Allnokkrir hefðu þegar keypt á nýjum stað, sumir flutt í annað húsnæði sitt. Finna þyrfti lausnir fyrir aðra. Þar þyrftu sveitarfélögin meðal annars að horfa til lóðaframboðs og horfa þyrfti til þess að einfalda byggingareglugerðir. „Ég held að það sem Grindvíkingar þurfi í dag, og líka Íslendingar, sé bara forysta í landinu sem þorir að segja hvað það þýðir að standa með Grindvíkingum á tímum sem þessum,“ sagði Kristrún, innt eftir því hvernig hægt yrði að ráðast í aðgerðir án þess að ýta undir þenslu. „Það er ekki hægt að segja að þetta verði flókið og erfitt verkefni sem við þurfum öll að standa saman að og svo láta eins og það muni ekki kosta okkur neitt. Og ég held að það væri bara hreinskilnara að segja það. Það er enginn að tala um að við ráðumst í óþarfa skattahækkanir sem munu lifa um áraraðir. Og ég er ekki sammála þeim greiningum þar sem þetta hefur verið lagt fram að þetta væri neikvætt gagnvart Grindvíkingum að stilla þessu þannig upp að þetta væri einhvers konar Grindavíkurskattur. Staðreyndin er bara einfaldlega sú að ef þú tækir bara lán fyrir þessu þá myndirðu samt hleypa öllum þessum peningum út í hagkerfið. Þetta er svolítið eins og að vera í stríði og það kemur sprengja á heilan bæ og það kapital hverfur, það er bara horfið kapital þarna. Kannski er það bara til árs, bara til fimm ára, bara til tíu. Kannski er það alveg farið skiljiði en á þessum tímapunkti þá þarf bæði að greiða fyrir þetta og svo þarf að greiða fyrir aðföngin til þess að fá meira húsnæði. Og þannig skapast þensluáhrif og einhvers staðar þarf að draga úr þeirri þenslu.“ Kristrún sagði mikilvægt að vanda til verka, meðal annars til að forðast að úlfúð skapaðist í samfélaginu ef aðgerðirnar yrðu til þess að stuðla að þenslu. Hvað varðaði orð Kristrúnar um forystu sagðist Þórdís axla ábyrgð sína sem fjármálaráðherra og að um væri að ræða algjört forgangsverkefni í ráðuneytinu. Þórdís sagðist ekki hafa nokkurn áhuga á því að „slá pólitískar keilur“ í tengslum við málefni Grindavíkur. „Ég vil bara að við gerum þetta eins og fólk og gerum þetta almennilega. Og ákvörðunin sem við tókum var einmitt sú að þegar eitt prósent þjóðarinnar lendir í hamförum þá ætlum við 99 prósentin að aðstoða. Það er megin útgangspunkturinn.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær. „Það hefur mikið verið rætt hvort við ráðum við þetta fjárhagslega. Fyrir mér er það ákveðinn misskilningur í umræðunni. Það er alltaf hægt að borga svona. Spurningin er ekki hvar þú finnur peninginn; hvort ríkistjórnin ákveður að gefa út lán, eða sækja pening í Náttúruhamfaratryggingasjóð... Hvað þú kallar peninginn sem þú sækir skiptir að mínu mati takmörkuðu máli á þessum tímapunkti, meira að segja þótt þú sækir hann til bankanna. Það er svona bókhaldslega hliðin; hvar skuldin verður til. Það eru áhrifin af því að nota þessa peninga sem skipta máli.“ Kristrún benti á að í kjölfar Heimaeyjargossins árið 1973 hefði meðal annars verið ákveðið að hækka söluskatt. Það væri ekki skynsamlegt nú, þar sem það væri hraðasta leiðin til að „varpa þessu út í verðlagið“. Aðgerðir á skattahliðinni væru þó eitthvað sem þyrfti að skoða. Það þyrfti þó að vera alveg á hreinu að um yrði að ræða aðgerðir til að bregðast við vanda Grindvíkinga, ekki um einhverja stefnubreytingu til lengri tíma. Þannig væri hægt að ná pólitískri sátt um málið. Komið var inn á möguleikann á því að skattleggja tekjur þeirra sem væru stórtækir í útleigu íbúða, til að mynda á Airbnb, líkt og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur talað um. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði hins vegar ákveðins misskilnings gæta í málflutningi Samfylkingarinnar, þar sem því hefði meðal annars verið haldið fram að með reglugerðabreytingu hefði hún gert stórtækum fjárfestum í íbúðarhúsnæði kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði. „Þetta kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um blokkir í miðbænum sem væru í raun eins og hótel. Sem er auðvitað mikið ójafnræði gagnvart þeim sem eru að reka hótel og þurfa að borga önnur gjöld og frekari skatta sem slíkir. Þannig að það eitt og sér er ósanngjarnt og skekkir samkeppni þeirra. En þá viðurkenndi borgarstjóri að það hefði fallið á tæknilegu atriði, það er að segja sveitarfélögin hafa allan tímann haft fulla heimild til að taka það skýrt fram að það ætti ekki að fara fram atvinnustarfsemi eins og í þessum blokkum,“ sagði Þórdís. Hvað varðaði fjármögnun aðgerða til að gera Grindvíkum kleift að fjárfesta í húsnæði á nýjum stað sagði Þórdís að áhrif þeirra væru misjöfn eftir því hvert fjármagnið yrði sótt. Aðkoma fjármálastofnana og lífeyrissjóða hefði til að mynda önnur áhrif en ef áhættan lægi alfarið hjá ríkinu. „Við erum í raun að segja: Það er áhætta til staðar gagnvart bönkunum. Þeir eru þarna með veð sem þeir vita ekki hvað verður um. Þannig að það er ekkert nema eðlilegt að þeir komi með okkur í það.“ Spurð að því hvort ríkið ætlaði þá að ábyrgjast umrædd veð sagði Þórdís: „Sko, vinnan gengur vel. Við erum mjög langt komin með hana. Þetta snýst um það að þarna eru veð fyrir einhverja rúmlega 20 milljarða. Það eru mismunandi leiðir að því hvernig við losum fólk undan. Það þarf að huga að einhverjum mögulegum forkaupsrétti... er það mögulegt, er það skynsamlegt? Á að nota eignir Náttúruhamfaratrygginga? Því eitt er þetta tjón sem Náttúruhamfaratryggingu ber að bæta og greiða, það er eitt, hitt sem við erum að skoða er að Náttúruhamfaratryggingar eiga eignir. Og væri mögulegt, og þá skynsamlegt, að nýta hluta þeirra eigna til þess að fjármagna þetta?“ Um væri að ræða einskiptiskostnað og skoða þyrfti hvort rétt væri að fjármagna hann með sköttum til lengri tíma eða með öðrum ráðum. Þórdís sagðist sammála Kristrúnu um að verkefnið væri viðráðanlegt en spurning væri hvað það ætti að kosta. Unnið væri að því að lágmarka kostnaðinn til að takmarka áhrifin á hagkerfið. Auka þyrfti framboð á húsnæði og áhrifin yrðu fyrst og fremst á hann. Allnokkrir hefðu þegar keypt á nýjum stað, sumir flutt í annað húsnæði sitt. Finna þyrfti lausnir fyrir aðra. Þar þyrftu sveitarfélögin meðal annars að horfa til lóðaframboðs og horfa þyrfti til þess að einfalda byggingareglugerðir. „Ég held að það sem Grindvíkingar þurfi í dag, og líka Íslendingar, sé bara forysta í landinu sem þorir að segja hvað það þýðir að standa með Grindvíkingum á tímum sem þessum,“ sagði Kristrún, innt eftir því hvernig hægt yrði að ráðast í aðgerðir án þess að ýta undir þenslu. „Það er ekki hægt að segja að þetta verði flókið og erfitt verkefni sem við þurfum öll að standa saman að og svo láta eins og það muni ekki kosta okkur neitt. Og ég held að það væri bara hreinskilnara að segja það. Það er enginn að tala um að við ráðumst í óþarfa skattahækkanir sem munu lifa um áraraðir. Og ég er ekki sammála þeim greiningum þar sem þetta hefur verið lagt fram að þetta væri neikvætt gagnvart Grindvíkingum að stilla þessu þannig upp að þetta væri einhvers konar Grindavíkurskattur. Staðreyndin er bara einfaldlega sú að ef þú tækir bara lán fyrir þessu þá myndirðu samt hleypa öllum þessum peningum út í hagkerfið. Þetta er svolítið eins og að vera í stríði og það kemur sprengja á heilan bæ og það kapital hverfur, það er bara horfið kapital þarna. Kannski er það bara til árs, bara til fimm ára, bara til tíu. Kannski er það alveg farið skiljiði en á þessum tímapunkti þá þarf bæði að greiða fyrir þetta og svo þarf að greiða fyrir aðföngin til þess að fá meira húsnæði. Og þannig skapast þensluáhrif og einhvers staðar þarf að draga úr þeirri þenslu.“ Kristrún sagði mikilvægt að vanda til verka, meðal annars til að forðast að úlfúð skapaðist í samfélaginu ef aðgerðirnar yrðu til þess að stuðla að þenslu. Hvað varðaði orð Kristrúnar um forystu sagðist Þórdís axla ábyrgð sína sem fjármálaráðherra og að um væri að ræða algjört forgangsverkefni í ráðuneytinu. Þórdís sagðist ekki hafa nokkurn áhuga á því að „slá pólitískar keilur“ í tengslum við málefni Grindavíkur. „Ég vil bara að við gerum þetta eins og fólk og gerum þetta almennilega. Og ákvörðunin sem við tókum var einmitt sú að þegar eitt prósent þjóðarinnar lendir í hamförum þá ætlum við 99 prósentin að aðstoða. Það er megin útgangspunkturinn.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira