Bjarni gaf Ómari Inga ráð eftir „glatað mót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 10:01 Ómar Ingi Magnússon varð fimmti markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en nýtti aðeins 8 af 15 vítum sínum sem gerir skelfilega 53 prósent vítanýtingu. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon á ekki aðeins að vera besti leikmaður íslenska liðsins heldur einn besti handboltamaður heims. Hann var hins vegar langt frá því á Evrópumótinu sem endaði hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti