Samningsviðræðum slitið og deilunni vísað til ríkissáttasemjara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:51 Deilunni hefur formlega verið vísað til sáttasemjara. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. Samninganefndir breiðfylkingar ASÍ, sem nær til um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, og SA hafa í tæpan mánuð setið við samningsborðið og reynt að ná samkomulagi um kjarasamninga til þriggja til fimm ára. Fundað var í Karphúsinu í dag en eftir árangurslausar viðræður var ákvörðunin tekin. Fram kemur í tilkynningu frá breiðfylkingunni að eftir fjölda funda sé komið í ljós að SA fallist ekki á hófsama nálgun fylkingarinnar. „Breiðfylkingin tjáði í yfirlýsingu þann 17. janúar áhyggur sínar af illskiljanlegum viðsnúningi í framgöngu SA. Breiðfylkingin benti þar á að hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra yfirlýsinga SA milli jóla og nýárs og þess sem lagt hefur verið fram í reynd við samningsborðið,“ segir í tilkynningunni. „Fáheyrð framganga“ Samtök atvinnulífsins hafi á fundi í dag lagt fram tilboð þar sem þau hafi boðið lægri launahækkanir en í áður framlögðu tilboði þeirra frá 17. janúar síðastliðnum. „Slík framganga í kjaraviðræðum er fáheyrð og kallar á að aðilar endurskoði grundvallarnálgun sína. Breiðfylkingin hefur aldrei hvikað frá því markmiði að gera langtímakjarasamning á grunni hófsamra krónutöluhækkana, þar sem markmiðið er að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum um leið og ríkið geri löngu tímabæra leiðréttingu á barna-, húsnæðis- og vaxtabótum,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkingin kynnti útfærðar tillögur sínar, þar með talið nákvæmar kröfur varðandi launalið, fyrir SA þann 28. desember sl. og hefur síðan þá lagt fram ný tilboð þar sem komið hefur verið til móts við kröfur SA.“ Mikill samhljómur í upphafi Mikill samhljómur var meðal samningsaðila til að byrja með en um miðjan þennan mánuð breyttist hljóðið og viðræður fóru að kólna. Nú er staðan sú að deilunni hefur formlega verið vísað til ríkissáttasemjara. Fundahöld taka ekki svakalegum breytingum þrátt fyrir það en Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, hefur setið alla fundi í þessari lotu. Nú tekur hann formlega við fundastjórn og miðlun. Markmið samninganna er að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og tekist hefur verið á um krónutölul launahækkana á þessu og næstu árum, þá aðferðafræði sem samningarnir eigi að byggja á sem og forsenduákvæði. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Samninganefndir breiðfylkingar ASÍ, sem nær til um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, og SA hafa í tæpan mánuð setið við samningsborðið og reynt að ná samkomulagi um kjarasamninga til þriggja til fimm ára. Fundað var í Karphúsinu í dag en eftir árangurslausar viðræður var ákvörðunin tekin. Fram kemur í tilkynningu frá breiðfylkingunni að eftir fjölda funda sé komið í ljós að SA fallist ekki á hófsama nálgun fylkingarinnar. „Breiðfylkingin tjáði í yfirlýsingu þann 17. janúar áhyggur sínar af illskiljanlegum viðsnúningi í framgöngu SA. Breiðfylkingin benti þar á að hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra yfirlýsinga SA milli jóla og nýárs og þess sem lagt hefur verið fram í reynd við samningsborðið,“ segir í tilkynningunni. „Fáheyrð framganga“ Samtök atvinnulífsins hafi á fundi í dag lagt fram tilboð þar sem þau hafi boðið lægri launahækkanir en í áður framlögðu tilboði þeirra frá 17. janúar síðastliðnum. „Slík framganga í kjaraviðræðum er fáheyrð og kallar á að aðilar endurskoði grundvallarnálgun sína. Breiðfylkingin hefur aldrei hvikað frá því markmiði að gera langtímakjarasamning á grunni hófsamra krónutöluhækkana, þar sem markmiðið er að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum um leið og ríkið geri löngu tímabæra leiðréttingu á barna-, húsnæðis- og vaxtabótum,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkingin kynnti útfærðar tillögur sínar, þar með talið nákvæmar kröfur varðandi launalið, fyrir SA þann 28. desember sl. og hefur síðan þá lagt fram ný tilboð þar sem komið hefur verið til móts við kröfur SA.“ Mikill samhljómur í upphafi Mikill samhljómur var meðal samningsaðila til að byrja með en um miðjan þennan mánuð breyttist hljóðið og viðræður fóru að kólna. Nú er staðan sú að deilunni hefur formlega verið vísað til ríkissáttasemjara. Fundahöld taka ekki svakalegum breytingum þrátt fyrir það en Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, hefur setið alla fundi í þessari lotu. Nú tekur hann formlega við fundastjórn og miðlun. Markmið samninganna er að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og tekist hefur verið á um krónutölul launahækkana á þessu og næstu árum, þá aðferðafræði sem samningarnir eigi að byggja á sem og forsenduákvæði.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29
„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21