Heilmikið byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2024 21:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er að gera það gott í sveitarfélaginu með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. „Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Við erum að koma út úr heilmiklu framkvæmdatímabili í samfélaginu öllu. Við höfum aðeins reynt að halda aftur af okkur í sveitarfélaginu en það er margt á könnunni hjá okkur, það er margt á áætlun,” segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Stefán segir að nú sé búið að auglýsa 30 nýjar atvinnulóðir til úthlutunar við Vallarás efst í Borgarnesi og þá séu líka nýjar íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar á Hvanneyri. „Verkefnin verða ærin og ég segi það alveg við mitt fólk, ég veit að það er nóg að gera hjá öllum en það verður ekkert minna að gera á þessu ári.” Stefán segir að verktakar séu með fjölbreytt verkefni víða í sveitarfélaginu hvað varðar allskonar uppbyggingu en stærstu verkefnin séu þó í Borgarnesi þar sem er verið að byggja fullt af nýjum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum neðst í bæjarfélaginu rétt hjá Brákarey. Margar nýjar íbúðir eru í byggingu í fjölbýlishúsum í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við getum tekið á móti íbúum nánast hvernig sem þeir kjósa að búa. Við erum hér með þéttbýli og hér getur verið svolítill kaffihúsabragur og þéttbýlisbragur hér í Borgarnesi. Svo erum við bara með mjög víðfeðmt sveitarfélag. Hér erum við með sveitasamfélag og hér erum við líka með íbúðabyggð í dreifbýli, þannig að ég held að við séum mjög fjölbreytt. Borgarbyggð er tæplega fimm prósent af landinu,” segir Stefán. Og hann er ánægður með fjölgun íbúa Borgarbyggðar. „Það er engin offjölgun hér, það er alls ekki þannig og enn aftur, það er ekki markmið að sjálfum sér að fjölga en ég held að það sé alveg tækifæri til þess og ef fólk vill búa á svæði eins og hér þá tökum við að sjálfsögðu fagnandi á móti þeim.” Borgarbyggð er tæplega 5% af Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Byggingariðnaður Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira