Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 10:08 Svo virðist sem hluti vængs flugvélarinnar hafi brotnað af áður en hún lenti á jörðinni og rennir það stoðum undir það að hún hafi verið skotin niður. Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira