Innlent

Van­­trausts­til­laga á mat­væla­ráð­herra komin fram

Jakob Bjarnar skrifar
Inga og allur þingflokkur Flokks fólksins stendur að tillögunni um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Inga og allur þingflokkur Flokks fólksins stendur að tillögunni um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. vísir/vilhelm

Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Tillagan var að detta inn á vef þingsins en það vekur athygli að Ingu hefur ekki tekist það sem hún ætlaði sér, að allir í stjórnarandstöðunni legði í púkkið og stæði að henni öll sem ein. Þeir sem skráðir eru fyrir tillögunni er þingflokkur Flokks fólksins; Inga, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Jakob Frímann Magnússon, Tómas A. Tómasson.

Birgir Ármannsson forseti þingsins segir ólíklegt að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag.

„Venjan er sú að það fari þá fram umræða og afgreiðsla vantrauststillögu eins fljótt og auðið er. Það hefur verið kannski einn til þrír dagar ef maður horfir til tillagna sem hafa komið fram á síðustu árum,“ sagði Birgir í hádegisfréttum Bylgjunnar.


Tengdar fréttir

Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×