Segir að margar stjörnur séu ósáttar við lífið í Sádi-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 08:01 Aymeric Laporte er ekki alls kostar ánægður með lífið í Sádi-Arabíu. getty/Yasser Bakhsh Aymeric Laporte, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, segir að margar af þeim fótboltastjörnum sem spila í landinu séu ósáttar við lífið þar. Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Sjá meira
Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Sjá meira