„Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 14:00 Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frækinn eins marks sigur gegn Frökkum á Ólympíuleikunum í handbolta 2012. EPA/SRDJAN SUKI Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær. Þeir félagar rýndu í leik íslenska landsliðsins gegn því franska eftir tapið í gær ásamt Stefáni Árna Pálssyni, stjórnanda þáttarins. Ísland og Frakkland hafa oft mæst áður á handboltavellinum og oft hafa liðin tvö boðið upp á hörkuleiki. Áður en þremenningarnir fóru í það að rýna í leik gærdagsins bað Stefán Árni þá Hreiðar og Bjarna að rifja upp sinn eftirminnilegasta leik gegn Frökkum. „Ég var nú oftast bara uppi í stúku að horfa á þessa leiki,“ grínaðist Bjarni áður en Hreiðar greip boltann á lofti. „Við eigum náttúrulega úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum [2008] sem við töpum, en svo vinnum við þá 2012 í London í hörkuleik með einu marki,“ sagði Hreiðar. Bjarni rifjaði þá upp hvað Guðmundur Guðmundsson, þáverandi landsliðsþjálfari, hafði gert til að undirbúa liðið fyrir leiki gegn bestu handboltaþjóðum heims. „Það var svolítið merkilegt því Gummi Gumm var búinn að tala um að Frakkarnir væru það eina sem stæði í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi. Hann var markvisst búinn að vinna í því að spila æfingaleiki við þá og gera allt til að undirbúa sig eins vel og hann gæti gegn þeim. Hann var búinn að leggja svo mikla áherslu á það þannig að ná að klára þennan leik á Ólympíuleikunum 2012 var risa, risastórt,“ sagði Bjarni, en umræðuna, sem og þáttin í heild sinni, má hlusta á hér fyrir neðan. Besta sætið Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Þeir félagar rýndu í leik íslenska landsliðsins gegn því franska eftir tapið í gær ásamt Stefáni Árna Pálssyni, stjórnanda þáttarins. Ísland og Frakkland hafa oft mæst áður á handboltavellinum og oft hafa liðin tvö boðið upp á hörkuleiki. Áður en þremenningarnir fóru í það að rýna í leik gærdagsins bað Stefán Árni þá Hreiðar og Bjarna að rifja upp sinn eftirminnilegasta leik gegn Frökkum. „Ég var nú oftast bara uppi í stúku að horfa á þessa leiki,“ grínaðist Bjarni áður en Hreiðar greip boltann á lofti. „Við eigum náttúrulega úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum [2008] sem við töpum, en svo vinnum við þá 2012 í London í hörkuleik með einu marki,“ sagði Hreiðar. Bjarni rifjaði þá upp hvað Guðmundur Guðmundsson, þáverandi landsliðsþjálfari, hafði gert til að undirbúa liðið fyrir leiki gegn bestu handboltaþjóðum heims. „Það var svolítið merkilegt því Gummi Gumm var búinn að tala um að Frakkarnir væru það eina sem stæði í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi. Hann var markvisst búinn að vinna í því að spila æfingaleiki við þá og gera allt til að undirbúa sig eins vel og hann gæti gegn þeim. Hann var búinn að leggja svo mikla áherslu á það þannig að ná að klára þennan leik á Ólympíuleikunum 2012 var risa, risastórt,“ sagði Bjarni, en umræðuna, sem og þáttin í heild sinni, má hlusta á hér fyrir neðan.
Besta sætið Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira