Innlent

Ó­vissu­stig vegna snjó­flóða­hættu í Mýr­dal

Atli Ísleifsson skrifar
Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið.
Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið. Veðurstofan

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Suðurlandi. Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið og er talið að í Mýrdalnum geti skapast snjóflóðahætta á þekktum stöðum.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar, en ekki er búist við að snjóflóðahætta skapist annars staðar á Suðurlandi.

„Um er að ræða viðbúnað í nokkrum húsum í dreifbýli og haft hefur verið samband við ábúendur þar.

Spár gera ráð fyrir að í nótt eða snemma í fyrramálið stytti upp, dragi úr vindi og hlýni aðeins. Eftir það er búist við að dragi úr snjóflóðahættu.“ 


Tengdar fréttir

Gular við­varanir vegna austan storms

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi þar sem von er á austan stormi eða hvassviðri og hríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×