Sport

Stórmeistararnir dæmdir niður um deild

Snorri Már Vagnsson skrifar
Atlantic eru ríkjandi Stórmeistarar eftir að sigra Stórmeistaramótið í Counter-Strike 2023. Þeir hafa nú verið felldir um deild.
Atlantic eru ríkjandi Stórmeistarar eftir að sigra Stórmeistaramótið í Counter-Strike 2023. Þeir hafa nú verið felldir um deild.

Lið Atlantic hefur lokið göngu sinni á þessu tímabili í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike eftir að gerast sekir um brot gegn reglum deildarinnar um stundvísi.

Atlantic mættu ekki til leiks gegn Breiðabliki fyrr í kvöld. Liðsmenn Atlantic mættu heldur ekki til leiks í síðustu viku og gerast því sekir um reglubrot um stundvísi til leiks.

Samkvæmt mótareglum Ljósleiðaradeildarinnar er lið sjálfkrafa rekið niður um deild mæti þeir ekki til leiks tvisvar á tímabilinu. Atlantic fá því dæmda ósigur í öllum leikjum, spiluðum og óspiluðum og fara því sjálfkrafa í neðsta sæti deildarinnar. Engin tilkynning hefur borist frá liðinu.

Stigatafla Ljósleiðaradeildarinnar breytist þó nokkuð við nýdæmda ósigra Atlantic. Einna helst má nefna ÍBV sem hafa nú loks fengið tvö stig og eru því í níunda sæti deildarinnar, sem er umspilssæti í deildinni og geta þeir því haldið sér áfram í Ljósleiðaradeildinni, sigri þeir umspilið.

Uppfærða stigatöflu Ljósleiðaradeildarinnar má sjá hér fyrir neðan.

Stigataflan eftir breytingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×