Ekki búandi í Grindavík næstu mánuði og jafnvel ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2024 12:09 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að búa þurfi Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika. Vísir/Einar Gosinu við Grindavík virðist lokið en prófessor í jarðeðlisfræði segir viðbúið að svipaðir atburðir endurtaki sig á næstu mánuðum og jafnvel árum. Grindavík sé ekki öruggur staður á meðan. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir gosið virðast búið. „Síðasta slettan kom upp laust eftir klukkan eitt en síðan var smá glóð sem var horfin klukkan sex í morgun. Þannig að gosið er búið, það er ekki útilokað að það taki sig upp aftur en ósennilegt miðað við hvernig fyrri gos hafa hegðað sér,“ segir Magnús Tumi. Ólíklegt sé að fleiri gosop opnist á allra næstunni og þrýstingur í kerfinu hafi minnkað. Kvika haldi þó áfram að streyma inn í hólf undir Svartengissvæðinu og því sé í raun sama staða uppi núna og eftir síðasta gos. „Það er líklegt að við munum sjá endurtekningu á þessum atburðum sem við sáum núna.“ Þrjú hús urðu hrauninu að bráð og jaðar þess nær að því fjórða.vísir/Arnar Lítill hluti hraunsins kominn upp miðað við fyrri atburði Reikna verði með að þetta muni halda áfram. „Það má vel vera að það gjósi á mismunandi stöðum á þessari sömu sprungu. Við fengum þetta sunnarlega og það má vel vera að það verði norðar næst, við vitum ekkert um það. En þessir atburðir sem hafa orðið þarna áður, þeir hafa búið til hraun sem er töluvert meira en það sem er komið upp. Það er komið upp kannski tíu prósent af því sem kom upp á þessari sprungu fyrir tvö þúsund árum og kom upp í Eldvörpum fyrir átta hundruð árum. Við getum bara reiknað með að þetta haldi áfram.“ Geta ekki beðið í „limbói“ Mikil gliðnun hafi orðið í Grindavík og sprungur geti opnast innan varnargarða nærri bænum. „Það er erfitt að segja til um framtíðina en fólk getur ekki beðið mánuðum og árum saman í einhverju limbói með sín heimili og annað. Það er ljóst að það þarf að fara í miklar aðgerðir til að reyna búa Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi segir Grindavík ekki öruggan stað á næstu mánuðum og jafnvel árum.Vísir/Vilhelm Í Grindavík sé bæði mikil hætta vegna sprungna og miklar skemmdir. „Síðan er yfirvofandi goshætta og við þessar aðstæður er ljóst að það er ekki búandi í bæ sem býr við þetta. Við verðum að búa við aðstæður þar sem börnin geta farið út að leika sér og fólk getur slappað af heima hjá sér. Það er mjög erfitt að sjá þær aðstæður við núverandi ástand.“ Ómögulegt sé að segja til um hversu lengi þetta ástand varir. „En það er ekki ólíklegt að það vari í einhverja mánuði og jafnvel ár.“ Og varla búandi í Grindavík á meðan? „Það tel ég ekki vera,“ segir Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir gosið virðast búið. „Síðasta slettan kom upp laust eftir klukkan eitt en síðan var smá glóð sem var horfin klukkan sex í morgun. Þannig að gosið er búið, það er ekki útilokað að það taki sig upp aftur en ósennilegt miðað við hvernig fyrri gos hafa hegðað sér,“ segir Magnús Tumi. Ólíklegt sé að fleiri gosop opnist á allra næstunni og þrýstingur í kerfinu hafi minnkað. Kvika haldi þó áfram að streyma inn í hólf undir Svartengissvæðinu og því sé í raun sama staða uppi núna og eftir síðasta gos. „Það er líklegt að við munum sjá endurtekningu á þessum atburðum sem við sáum núna.“ Þrjú hús urðu hrauninu að bráð og jaðar þess nær að því fjórða.vísir/Arnar Lítill hluti hraunsins kominn upp miðað við fyrri atburði Reikna verði með að þetta muni halda áfram. „Það má vel vera að það gjósi á mismunandi stöðum á þessari sömu sprungu. Við fengum þetta sunnarlega og það má vel vera að það verði norðar næst, við vitum ekkert um það. En þessir atburðir sem hafa orðið þarna áður, þeir hafa búið til hraun sem er töluvert meira en það sem er komið upp. Það er komið upp kannski tíu prósent af því sem kom upp á þessari sprungu fyrir tvö þúsund árum og kom upp í Eldvörpum fyrir átta hundruð árum. Við getum bara reiknað með að þetta haldi áfram.“ Geta ekki beðið í „limbói“ Mikil gliðnun hafi orðið í Grindavík og sprungur geti opnast innan varnargarða nærri bænum. „Það er erfitt að segja til um framtíðina en fólk getur ekki beðið mánuðum og árum saman í einhverju limbói með sín heimili og annað. Það er ljóst að það þarf að fara í miklar aðgerðir til að reyna búa Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi segir Grindavík ekki öruggan stað á næstu mánuðum og jafnvel árum.Vísir/Vilhelm Í Grindavík sé bæði mikil hætta vegna sprungna og miklar skemmdir. „Síðan er yfirvofandi goshætta og við þessar aðstæður er ljóst að það er ekki búandi í bæ sem býr við þetta. Við verðum að búa við aðstæður þar sem börnin geta farið út að leika sér og fólk getur slappað af heima hjá sér. Það er mjög erfitt að sjá þær aðstæður við núverandi ástand.“ Ómögulegt sé að segja til um hversu lengi þetta ástand varir. „En það er ekki ólíklegt að það vari í einhverja mánuði og jafnvel ár.“ Og varla búandi í Grindavík á meðan? „Það tel ég ekki vera,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira