Onana stóð ekki í markinu þegar Kamerún gerði jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 19:31 Franck Mario Magri jafnaði metin fyrir Kamerún. Ulrik Pedersen/Getty Images Þrátt fyrir að ná að mæta til leiks þá stóð André Onana, markvörður Manchester United, ekki í marki Kamerún þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Gíneu í fyrsta leik þjóðanna á Afríkumótinu í knattspyrnu. Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira