Innlent

Ís­­lenskt par fannst látið í í­búð á Spáni

Jakob Bjarnar skrifar
Konan og maðurinn fundust látin en á sitthvorum staðnum í íbúðinni. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan sé að rannsaka málið.
Konan og maðurinn fundust látin en á sitthvorum staðnum í íbúðinni. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan sé að rannsaka málið. Vísir/Getty

Íslenskt par, karl og kona, fannst látið í síðustu viku í íbúð í bænum Torrevieja á Spáni.

Það er DV sem greinir frá þessu og hefur eftir ræðismanni Íslands í Orhuela Costa í Torrevieja. 

Samkvæmt heimildum Vísis var fólkið á sjötugsaldri og var ekki gift, ólíkt því sem fram kemur í frétt DV. Þá fannst fólkið látið í íbúð sem það hafði haft á leigu. 

Skrifstofa ræðismannsins hefur engar upplýsingar um hvað gæti hafa gerst, aðeins þetta að þau hafi fundist látin en samkvæmt heimildum DV fundust þau á sitthvorum staðnum í íbúðinni. Þau höfðu verið búsett á Spáni um nokkurra ára skeið.

Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, hefur engum nánari upplýsingum við málið að bæta aðrar en að ráðuneytinu sé kunnugt um málið en geti ekki veitt nánari upplýsingar.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin var uppfærð klukkan 23:00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×