Innlent

Búið að rýma Bláa lónið

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Bláa lónisins.
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Bláa lónisins. Vísir/Arnar

Bláa Lónið í Svartsengi rýmdi í nótt öll sín athafnarsvæði vegna jarðskjálfta sem hafa mælst við Sundhnjúkagígaröðina.

Í tilkynningu frá Bláa lóninu gekk rýmingin gekk vel og séu gestir komnir eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima. 

„Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. 

Allar starfsstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi og í Grindavík verða lokaðar í dag, sunnudag. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á daginn,“ segir í tilkynningunni. 

Jarðskjálftahrina hófst við Sundhnúksgíga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt þegar hátt í tvö hundruð jarðskjálftar voru mældir á svæðinu. Virknin hefur færst í átt að Grindavík. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýna einnig breytingar og því er líklegt að kvikuhlaup sé að eiga sér stað. Túlkun á þessum gögnum bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi og er hraungos líklegasta sviðsmyndin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×