Sport

FH valtaði yfir nýtt lið ÍA

Snorri Már Vagnsson skrifar
FH-ingarnir (f.v.) Blazter, Wzrd og Mozar7 eru eflaust sáttir með frammistöðu kvöldsins.
FH-ingarnir (f.v.) Blazter, Wzrd og Mozar7 eru eflaust sáttir með frammistöðu kvöldsins.

FH mættu nýju liði ÍA í Ljósleiðaradeildinni fyrr í kvöld, en ÍA skipti út öllum leikmönnum sínum í jólahléinu.

Leikurinn fór fram á Ancient og ÍA stilltu sér í varnarstöður í fyrri hálfleik. Vörn þeirra reyndist þó ekki til reiðu búin fyrir sókn FH-inga sem stýrðu hverju einasta augnabliki leiksins. Blazter og Mozar7, leikmenn FH leiddu fellutöfluna í algjörri einstefnu leiksins.

ÍA fundu sína fyrstu lotu í elleftu tilraun og staðan því 1-10 og útlitið nokkuð grimmt fyrir þá gulu.

Staðan í hálfleik: ÍA 1-11 FH

ÍA sigruðu aðra lotu í upphafi seinni hálfleiks, staðan þá 2-11. ÍA fundu þó náðarhöggið snöggt og bundu enda á fyrsta leik nýrra leikmanna ÍA sem þeir munu eflaust vilja gleyma sem fyrst.

Lokatölur: ÍA 2-13 FH

FH halda í við Young Prodigies og Saga, en liðin eru með 12 stig hvert. ÍA eru enn í níunda sæti deildarinnar með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×