Innlent

Þrír sóttu em­bætti héraðs­dómara í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Finnur Þór Vilhjálmsson, sem nýverið varð settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er í hópi umsækjenda.
Finnur Þór Vilhjálmsson, sem nýverið varð settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er í hópi umsækjenda. Vísir/Vilhelm

Þrír sóttu um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar um miðjan síðasta mánuð.

Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að skipað verði í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur lokið störfum.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Finnur Þór Vilhjálmsson settur héraðsdómari,
  • Ingólfur Vignir Guðmundsson lögmaður,
  • Sindri M. Stephensen dósent.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.


Tengdar fréttir

Ólafur Helgi, Stefanía Guð­rún og Finnur Þór í dómara­stól

Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×