Þrjú rauð spjöld og skotblysaslagur í ítalska bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:09 Hér sjást aðdáendur AS Roma munda skotblys og reyksprengjur fyrir leik gegn erkifjendum sínum, Lazio. Ivan Romano/Getty Images Nágrannaliðin Lazio og AS Roma áttust við í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Lazio, Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, þrír leikmenn fengu svo að líta rautt spjald á lokamínútunum. Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins. Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira