Sjálfstæðismenn felli mögulega vantrauststillögu „með óbragð í munni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 20:01 Ólafur á ekki von á því að málið felli ríkisstjórnina. Hann telur hins vegar sáralitlar líkur á að stjórnin haldi áfram eftir næstu kosningar, hvernig sem þær kunni að fara. Vísir/Ívar Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með æluna upp í kok. Í kvöldfréttum okkar í gær sagðist forsætisráðherra ekki telja að álit umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sumar væri ástæða til afsagnar ráðherrans. Umboðsmaður taldi lagastoð hafa skort fyrir banninu og að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Prófessor í stjórnmálafræði bendir á að forsætisráðherra hafi þegar rætt við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir að álitið kom fram á föstudag. „Það þýðir væntanlega að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi hafi krafist að hún segi af sér. Þannig að hópurinn sem talar svona fyrir því að það sé að minnsta kosti eðlilegt að hún segi af sér, eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lengi hafa verið órólegir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Sjálfstæðismenn verji Svandísi ekki með glöðu geði Einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir afsögn Svandísar vegna málsins, til að mynda Gísli Rafn Ólafsson í Pírötum og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Ólafur bendir á að tvær vantrausttillögur á dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks hafi verið felldar á kjörtímabilinu með hjálp þingmanna VG. „Ef það verður þannig að það verði borin fram vantrauststillaga og Sjálfstæðismenn munu ekki bara gera það með óbragð í munni, heldur kyngja ælunni eins og Brynjar Níelsson komst nú gjarnan að orði. Það er alveg augljóst að þeir munu ekki fella vantraust á Svandísi með glöðu geði, ekki frekar en VG-liðarnir felldu vantraust á þessa dómsmálaráðherra.“ Líklegast sé að forystufólk innan Sjálfstæðisflokks meti stöðuna svo að mikilvægara sé að halda samstarfinu gangandi, í það minnsta fram yfir næstu kjarasamninga. Brestirnir sífellt háværari Spurður segir Ólafur að málinu sé á vissan hátt lokið. „Í þeim skilningi að það verði ekki nein stórtíðindi núna á næstunni. En hins vegar mun þetta mál auðvitað sitja í bæði Vinstri grænum og auðvitað Sjálfstæðismönnum.“ Heldurðu að stjórnin springi út af þessu? „Nei, ég held að hún springi ekki út af þessu,“ segir Ólafur Hann telji þó sáralitlar líkur á að stjórnin haldi eftir næstu kosningar, sem að óbreyttu yrðu haustið 2025, miðað við fullt fjögurra ára kjörtímabil. „Eiginlega alveg sama hvernig þær fara. En ég held ennþá að það sé líklegra að það haldi út kjörtímabilið, eða að minnsta kosti til vorsins 2025, þó að brestirnir séu sífellt að verða háværari og háværari.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sagðist forsætisráðherra ekki telja að álit umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sumar væri ástæða til afsagnar ráðherrans. Umboðsmaður taldi lagastoð hafa skort fyrir banninu og að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Prófessor í stjórnmálafræði bendir á að forsætisráðherra hafi þegar rætt við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eftir að álitið kom fram á föstudag. „Það þýðir væntanlega að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi hafi krafist að hún segi af sér. Þannig að hópurinn sem talar svona fyrir því að það sé að minnsta kosti eðlilegt að hún segi af sér, eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lengi hafa verið órólegir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Sjálfstæðismenn verji Svandísi ekki með glöðu geði Einhverjir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir afsögn Svandísar vegna málsins, til að mynda Gísli Rafn Ólafsson í Pírötum og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Ólafur bendir á að tvær vantrausttillögur á dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks hafi verið felldar á kjörtímabilinu með hjálp þingmanna VG. „Ef það verður þannig að það verði borin fram vantrauststillaga og Sjálfstæðismenn munu ekki bara gera það með óbragð í munni, heldur kyngja ælunni eins og Brynjar Níelsson komst nú gjarnan að orði. Það er alveg augljóst að þeir munu ekki fella vantraust á Svandísi með glöðu geði, ekki frekar en VG-liðarnir felldu vantraust á þessa dómsmálaráðherra.“ Líklegast sé að forystufólk innan Sjálfstæðisflokks meti stöðuna svo að mikilvægara sé að halda samstarfinu gangandi, í það minnsta fram yfir næstu kjarasamninga. Brestirnir sífellt háværari Spurður segir Ólafur að málinu sé á vissan hátt lokið. „Í þeim skilningi að það verði ekki nein stórtíðindi núna á næstunni. En hins vegar mun þetta mál auðvitað sitja í bæði Vinstri grænum og auðvitað Sjálfstæðismönnum.“ Heldurðu að stjórnin springi út af þessu? „Nei, ég held að hún springi ekki út af þessu,“ segir Ólafur Hann telji þó sáralitlar líkur á að stjórnin haldi eftir næstu kosningar, sem að óbreyttu yrðu haustið 2025, miðað við fullt fjögurra ára kjörtímabil. „Eiginlega alveg sama hvernig þær fara. En ég held ennþá að það sé líklegra að það haldi út kjörtímabilið, eða að minnsta kosti til vorsins 2025, þó að brestirnir séu sífellt að verða háværari og háværari.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. 7. janúar 2024 13:38
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. 6. janúar 2024 17:13
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20