Innlent

Björg ráðin að­stoðar­maður verðandi borgar­stjóra

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Björg Magnúsdóttir hefur starfað hjá Rúv undanfarin tólf ár en söðlar nú um.
Björg Magnúsdóttir hefur starfað hjá Rúv undanfarin tólf ár en söðlar nú um. Vísir/Vilhelm

Björg Magnús­dótt­ir, sjónvarpskona, hef­ur verið ráðin sem aðstoðarmaður Ein­ars Þor­steins­son­ar, verðandi borg­ar­stjóra. Björg hef­ur verið starfsmaður hjá Rík­is­út­varp­inu und­an­far­in tólf ár.

Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið.

Björg seg­ir í viðtali við Morgunblaðið að eft­ir lang­an tíma á RÚV sé kom­inn tími á breyt­ing­ar og nýj­ar og stór­ar áskor­an­ir. Síðasta árið hafi hún verið í fæðingarorlofi og þá fari nærumhverfið að skipta mann meira máli.

Hún hafi eins og aðrir foreldrar þurft að velta leikskólamálum alvarlega fyrir sér og finni hvað það skiptir miklu máli að þau mál séu í lagi. Það sé henni því heiður að fá tækifæri til að starfa að málaflokknum og vonandi gera gagn.

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, verður borgarstjóri Reykjavíkur á næstu dögum og skiptir þá við Dag B. Eggertsson sem hefur gegnt embættinu í mörg ár.Stöð 2/Ívar Fannar

Björg og Einar voru samstarfsfélagar á Rúv og þekkjast því vel. Björg segir í viðtali við Morgunblaðið að Einar sé góður maður og að hún skjóti á að hann verði „mjög góður borgarstjóri“. Jafnframt trúi hún því að „hóf­söm nálg­un af miðjunni með skýra for­gangs­röðun“ sé skyn­sam­leg.

Einnig þurfi fleira „venju­legt, mál­efna­legt og skemmti­legt fólk í stjórn­málin“ sem ætl­i að vera á skófl­unni fyr­ir borg­ar­búa. Það sé góð pólitík að hennar mati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×