Ráðherra eigi að vita betur en að kalla ákvörðunina óskiljanlega Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 12:08 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir ákvörðun lífeyrissjóða um að fella ekki niður vexti og verðbætur Grindvíkinga óskiljanlega. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að ráðherra eigi að vita betur. Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Eftir að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftanna og eldgosahættunnar í bænum þann 10. nóvember síðastliðinn ákváðu viðskiptabankarnir þrír að bjóða Grindvíkingum að frysta húsnæðislán sem íbúar höfðu hjá sér og felldu niður vexti og verðbætur af lánunum. Grindvíkingar með lán hjá lífeyrissjóðum hafa þó ekki fengið þessa niðurfellingu, einungis greiðslufrest. Þeir hafa reynt að vekja athygli á málinu og krefja sjóðina um svipaða meðferð og þeir sem eru með lán hjá bönkunum en ekki fengið sínu framgengt. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Þar sagði hann afstöðu lífeyrissjóðanna vera óskiljanlega. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bak við það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið,“ sagði Sigurður Ingi. Lífeyrissjóðirnir segja þeim ekki vera heimilt að afskrifa vexti og verðbætur þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri og vísa í lögfræðiálit lögmannsstofunnar LEX. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, bendir á að lífeyrissjóðir séu ekki með eigið fé, heldur eignir sjóðfélaga. Hún telur að innviðaráðherra eigi að vita betur en að kalla afstöðu sjóðanna óskiljanlega. „Þar með þurfa lífeyrissjóðir að fara mjög varlega ef það á að fara með fjármunina með öðrum hætti en að ávaxta þeim á eðlilegan hátt. En lífeyrissjóðirnir geta tekið tillit til sjóðfélaga sem eru í einhverskonar greiðsluvandræðum eða slíkt, og það er það úrræði sem þeir hafa veitt. Að veita fólki greiðsluskjól,“ segir Þórey.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira