Selenskí boðar stóraukna vopnaframleiðslu á nýju ári Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 07:51 Vólódómír Selenskí hefur hvatt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkraínu áfram. AP Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur heitið því að eigin vopnaframleiðsla Úkraínumanna muni stóraukast á nýju ári. Selenskí greindi frá þessu í nýársávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gær. Sagði hann að Úkraínumenn myndu smíða milljón dróna hið minnsta á árinu 2024 sem yrðu notaðir í stríðsrekstrinum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Árásir Rússa héldu áfram í gær þar sem fréttir hafa borist af því að fimm hafi látið lífið, annars vegar í Odesa í suðurhluta landsins og svo í Donetsk-héraði í austri. „Á næsta ári mun óvinurinn finna fyrir heift innlendrar framleiðslu,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu. Sagði hann að auk þess að framleiða rúmlega milljón dróna á nýju ári þá muni úkraínski herinn fá sendar F-16 orrustuþotur frá vestrænum bandamönnum sínum. „Orrustuflugmenn okkar eru nú þegar að ná góðum tökum á F-16 og við munum klárlega sjá þær í loftrými okkar,“ sagði Selenskí sem hvatti jafnframt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkráinu áfram á nýju ári. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sína í Úkraínu á síðustu dögum. Rússneski herinn stóð fyrir samhæfðum árásum víða um Úkraínu á föstudag þar sem 39 létu lífið í höfuðborginni Kænugarði og var árásunum lýst sem umfangsmestu loftárásum Rússa á úkraínsku höfuðborgina frá upphafi innrásar. Úkraínuher svaraði árásunum með loftárásir á borgina Belgorod í suðvesturhluta Rússlands. Er talið að 24 hafi látist og á annað hundrað hafi særst í þeim árásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12 Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Selenskí greindi frá þessu í nýársávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gær. Sagði hann að Úkraínumenn myndu smíða milljón dróna hið minnsta á árinu 2024 sem yrðu notaðir í stríðsrekstrinum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Árásir Rússa héldu áfram í gær þar sem fréttir hafa borist af því að fimm hafi látið lífið, annars vegar í Odesa í suðurhluta landsins og svo í Donetsk-héraði í austri. „Á næsta ári mun óvinurinn finna fyrir heift innlendrar framleiðslu,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu. Sagði hann að auk þess að framleiða rúmlega milljón dróna á nýju ári þá muni úkraínski herinn fá sendar F-16 orrustuþotur frá vestrænum bandamönnum sínum. „Orrustuflugmenn okkar eru nú þegar að ná góðum tökum á F-16 og við munum klárlega sjá þær í loftrými okkar,“ sagði Selenskí sem hvatti jafnframt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkráinu áfram á nýju ári. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sína í Úkraínu á síðustu dögum. Rússneski herinn stóð fyrir samhæfðum árásum víða um Úkraínu á föstudag þar sem 39 létu lífið í höfuðborginni Kænugarði og var árásunum lýst sem umfangsmestu loftárásum Rússa á úkraínsku höfuðborgina frá upphafi innrásar. Úkraínuher svaraði árásunum með loftárásir á borgina Belgorod í suðvesturhluta Rússlands. Er talið að 24 hafi látist og á annað hundrað hafi særst í þeim árásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12 Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12
Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44