Breytir ekki fyrirkomulagi við lokunarpósta þrátt fyrir þjófnað Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2023 11:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar ekki að breyta verklagi við lokunarpósta inn í Grindavík þrátt fyrir þjófnað um jólin. Bærinn er opinn fyrir íbúa og verður fyrirkomulagið endurmetið á föstudag. „Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
„Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52
Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10
„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01
Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46