Erlent

Sex sagðir látnir í að­gerðum Ísraels­manna á Vestur­bakkanum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fólk syrgir skyldmenni sem létust í árásum Ísraelsmanna á Gasa.
Fólk syrgir skyldmenni sem létust í árásum Ísraelsmanna á Gasa. AP/Hatem Ali

Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur.

Til umræðu voru meðal annar stjórnun svæðisins og öryggismál.

Mennirnir tveir ræddu einnig aðgerðir til að freista þess að frelsa þá gísla sem eru enn í haldi Hamas og nýjan fasa átakanna, þar sem áhersla yrði lögð á að hafa hendur í hári háttsettra leiðtoga Hamas.

Netanyahu sagði fyrr í vikunni að ekkert lát yrði á átökunum fyrr en Hamas-samtökunum hefði verið tortímt.

Sex létust í aðgerðum Ísraelsmanna í flóttamannabúðum á Vesturbakknum í morgun, að sögn heilbrigðisráðuneytis Palestínu. Að sögn ráðuneytisins hafa um 300 Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum á Vesturbakkanum frá því að Ísraelsmenn hófu árásir á Gasa.

Guardian hefur birt umfjöllun um leynilegar vopnageymslur Bandaríkjamanna í Ísrael en Ísraelsmenn eru sagðir hafa fengið vopn úr umræddum geymslum til notkunar á Gasa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×