Aflétta óvissustigi fyrir norðan en bíða með Vestfirðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 11:44 Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum, til að mynda á Flateyri. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld gæti þó sett strik í reikninginn. Áfram er óvissustig á Vestfjörðum. Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is. Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ákvörðun um að aflétta óvissustigi á Norðurlandi var tekin að loknum fundi sérfræðinga Veðurstofunnar með almannavörnum og lögreglu. Veður er skaplegt og gott og því þótti ekki ástæða til að viðhalda óvissustiginu. „Það má samt taka fram að það er mikil óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld, þannig að mögulega gæti það leitt til annars óvissustigs. Við verðum bara að leyfa veðurspánum að þróast og sjá hvernig það gengur eftir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Vestfjörðum er umtalsvert meiri óvissa í veðurkortunum. „Það hefur verið ákveðið með almannavörnum og lögreglustjóra á Vestfjörðum að viðhalda óvissustigi og sjá hvernig spárnar þróast. Þótt það sé mjög skaplegt og got veður í dag þá gæti það versnað til muna í nótt og á morgun.“ Mögulega muni veðurspár skýrast eftir því sem líður á daginn. Veðurstofa og almannavarnir muni bregðast við í samræmi við það. Víða ófært Þrátt fyrir afléttingu óvissustigs á Norðurlandi sé alltaf mikilvægt að fara varlega. „Að fólk sem er að ferðast til fjalla og skella sér á skíði fari varlega og meti aðstæður. Það getur verið veikleiki í snjóþekjunni og snjóflóð af mannavöldum geta orðið,“ sagði Minney. Enn eru margir vegir ófærir víða á Vestfjörðum. Flestir vegir við Ísafjarðardjúp eru ófærir vegna snjóa. Unnið er að mokstri á einhverjum þeirra, en stór hluti Djúpsvegar verður ekki fær í allan dag, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært um þónokkra vegi á Norðurlandi. Á þeim vegum sem opnir eru er þá víða mikil hálka. Nánari upplýsingar um það má finna á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira