Sjötíu létust í árás á aðfangadagskvöld Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 08:44 Særður palestínskur maður færður á sjúkrahús eftir loftárás á aðfangadag. AP Sjötíu manns létust hið minnsta í loftárásum Ísraelsmanna á Al-Maghazi flóttamannabúðirnar á Gasa-ströndinni á aðfangadagskvöld. Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15