Erlent

Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Palestínumenn á Gasa flýja undan loftárásum Ísraela.
Palestínumenn á Gasa flýja undan loftárásum Ísraela. AP Photo/Fatima Shbair

Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum.

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að tala látinna hafi verið birt af heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Hamas liðar fara með stjórn þeirra og hafa Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn efast um sannleiksgildi þeirra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hins vegar sagt að ekkert gefi tilefni til að véfengja tölu látinna.

 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að Ísraelsher muni ekki láta af árásum sínum fyrr en markmiðum hans hefur verið náð.

Áður hafa þau sagt að markmiðið sé að fella hvern einasta Hamas liða. 1200 manns létust í árás Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Síðan þá hafa Ísraelsmenn beint árásum gegn ýmsum skotmörkum á Gasa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×