Fótbolti

Dani Alves fer fyrir spænska dóm­stóla í febrúar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dani Alves var í landsliðshópi Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Katar 2022. Meint brot hans átti sér stað nokkrum dögum eftir að Brasilía datt úr leik gegn Króatíu.
Dani Alves var í landsliðshópi Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Katar 2022. Meint brot hans átti sér stað nokkrum dögum eftir að Brasilía datt úr leik gegn Króatíu.

Dani Alves mun fara fyrir spænska dómstóla dagana 5.–7. febrúar 2024. Þessi fyrrum leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins var handtekinn og hefur setið í fangaklefa síðan í janúar á þessu ári. 

Alves er ákærður fyrir að nauðga konu á næturklúbbi í Barcelona í desember 2022. Saksóknari staðfesti í nóvember á þessu ári að næg sönnunargögn væru til staðar til að opna réttarhöld. 

Alves neitaði því fyrst alfarið að hafa verið í samneyti við konuna en breytti síðar sögu sinni og sagði þau hafa stundað kynlíf með samþykki beggja aðila. Alves hefur margsinnis beðist lausnar en verið haldið föngnum vegna áhyggna spænskra yfirvalda að hann flýji land verði hann látinn laus. 

Saksóknari málsins hefur farið fram á 9 ára fangelsisdóm en lögfræðingar konunnar sem kærir Alves hafa farið fram á 12 ára fangelsi, nálgunarbann að því loknu og 150.000 evrur í miskabætur. 

Ljóst er að Alves gæti átt langa vist framundan bak við lás og slá. Hann er einn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar með 42 titla á ferlinum, hann kom við sögu í tveimur leikjum fyrir brasilíska landsliðið á HM 2022 og spilaði svo einn leik með UNAM Pumas í janúar 2023 áður en hann var handtekinn. 


Tengdar fréttir

Dani Alves enn í fangelsi og verður ákærður

Dani Alves verður ákærður fyrir kynferðisbrot en dómari ákvað þetta og tilkynnti i spænskum réttarsal í gær eftir að hafa fundið næg sönnunargögn gegn brasilíska knattspyrnumanninum.

Krefst þess að Al­ves fái níu ára fangelsis­dóm

Saksóknari á Spáni krefst níu ára fangelsisvistar yfir Dani Alves, fyrrum leikmanni Barcelona og landsliðsmanni Brasilíu í fótbolta fyrir meint kynferðisbrot hans sem hann hefur verið ákærður fyrir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×