Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 15:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson0 er félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðuneyti hans er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vísir/Ívar Fannar Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
IOM hefur svarað því og sagt að þau muni aðstoða við flutning fólksins frá Kaíró í Egyptalandi þegar fólkið er komið þangað.Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til fréttastofu um málið. Fjallað var um það í kvöldfréttum síðustu helgi að þrátt fyrir að gefin hafi verið út 100 dvalarleyfi til palestínskra íbúa frá upphafi októbermánaðar hefur enginn komist til landsins eða frá Gasa. Komast ekki frá Gasa Ráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Vinnumálastofnun hefur verið falið, samkvæmt svari ráðuneytis, af ráðuneytinu að sjá um samskipti við IOM þegar þörf er á flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM. Það getur til dæmis verið þörf á því þegar fólk er ekki með vegabréf eða þegar um fylgdarlaus börn er að ræða. „Vinnumálastofnun sendir þá út beiðni til IOM um flutning á viðkomandi til landsins á grundvelli samningsins og IOM sér um framkvæmd flutningsins,“ segir í svarinu og að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna. Fjölskyldan föst Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Landamæri Palestínu í Gasa eru aðeins opin á tveimur stöðum. Við Rafah í Egyptalandi og svo við Kerem Shalom sem eru landamæri sem liggja að Egyptalandi og Ísrael. Þau landamæri voru opnuð á sunnudag í fyrsta sinn frá því að átökin stigmögnuðustu í upphafi októbermánaðar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Egyptaland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26 Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. 20. desember 2023 08:26
Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. 19. desember 2023 09:19
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37