Fagnar því um jólin að fá loksins lífsnauðsynleg lyf Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 13:51 Inga Björk með lyfið fyrir utan Landspítalann. Aðsend Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og aðgerðasinni, fagnar því um þessar mundir að lyfið Evrysdi sé komið í kerfið og aðgengilegt þeim sem þjást af taugahrörnunarsjúkdóminum SMA. Lyfið á að geta stöðvað framvindu sjúkdómsins alveg. „Við vorum búin að vera að berjast fyrir tveimur lyfjum sem eru nýlega komin á markað,“ segir Inga Björk en hitt lyfið kallast Spinraza og var samþykkt til notkunar fyrir fullorðna í október. „Það var fyrst bara leyft fyrir börn en svo fórum við í undirskriftasöfnun til að vekja athygli á því,“ segir Inga Björk. Fjölmörgum undirskriftum var safnað í vor þar sem þess var krafist að fullorðnir fengju einnig aðgang að lyfinu. Greint var svo frá því í október á þessu ári að greiðsluþátttaka hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza hefði verið samþykkt. Nú hefur greiðsluþátttaka einnig verið samþykkt á lyfinu Evrysdi fyrir þau sem eru 18 ára og eldri. „Ég valdi Evrysdi því það er mixtúra, en hitt er gefið í gegnum mænu. Þannig mér fannst það ekki spennandi. Þó ég hefði auðvitað þegið það ef það hefði verið það eina í boði. En sem betur fer voru bæði samþykkt,“ segir Inga Björk. Bera saman árangur Alls eru ellefu einstakling á Íslandi á fullorðinsaldri með sjúkdóminn og segir Inga Björk að þau hafi verið að fá lyfið eitt af öðru síðustu daga. Áður en þau fá það þurfa þau að gangast undir ýmsar mælingar svo hægt sé að meta árangur þess. Eftir ár gangast þau svo aftur undir sömu próf. „Við höfum verið að fara í styrktarpróf og lungnapróf. Það eru einhverjir búnir að vera að taka lyfið í viku eða tvær og vonandi verða allir komnir á það í janúar.“ Inga Björk segist þekkja fólk erlendis sem hafi verið á lyfinu. Það hafi gjörbreytt lífi þeirra. „Já, þau hafa sýnt mjög góðan árangur. Fyrir flesta þá stoppar sjúkdómurinn alveg og sumir hafa lýst því að hafa fengið smá styrk aftur til baka. Því þegar sjúkdómurinn stoppar hefurðu orku til í að sækja þrekið en það hefur ekkert verið hægt hingað til. Að vera með hrörnunarsjúkdóm er eins og berjast við skriðjökul. Hann bara gengur áfram og maður er á sama stað sama hvað maður gerir.“ Inga Björk segist hæstánægð að fá lyfið en að tilfinningin sé líka súrsæt. „Ég er auðvitað glöð í dag en maður getur ekki annað en hugsað um það hvernig maður væri ef maður hefði fengið lyfið fyrir fimm árum þegar við byrjuðum að tala um þetta. Við erum öll búin að missa mjög mikla færni og orðin miklu verri á þessum fimm árum sem við vorum látin að bíða.“ Inga Björk segir að þau hafi barist frá þessu allt frá því þau voru börn. Margir séu núna á þrítugs- eða fertugsaldri. „Við erum búin að vera í þessari baráttu frá því við vorum krakkar.“ Magnað að upplifa að lyf sé til Inga Björk segir að samhliða þessu sé kominn nýr taugalæknir á Landspítalann. „Það var að byrja nýr taugalæknir á Landspítalanum sem hefur sérþekkingu á sjúkdómnum okkar. Það hefur breytt öllu að hafa aðgang að einhverjum sem hefur þekkingu á sjúkdómnum og áhuga á þessum lyfjum. Það helst mjög vel í hendur að við erum að fá lyfið um leið og hún er að koma inn,“ segir Inga Björk og á þá við Ólöfu Jónu Elíasdóttur, tauga- og endurhæfingalækni. En er baráttunni þá lokið? „Það má segja það að baráttunni sé lokið, en við höldum áfram að horfa á þróun annarra lyfja. Á næstu árum má gera ráð fyrir því að það verði tekin stór stökk í læknavísindunum,“ segir Inga Björk og að það verði spennandi að fylgjast með því. „Þegar ég var unglingur þá bjóst ég aldrei við því að það yrði nokkurn tíma til lyf við þessum sjúkdómi. Það töluðu allir um hvað sjúkdómurinn væri flókinn og að það myndi örugglega taka heila mannsævi að finna einhver lyf. Þannig mér finnst magnað í raun og veru að fá að upplifa þann tíma að það komi ekki bara eitt lyf, heldur mörg.“ Ætlarðu að halda upp á þetta? „Já, ætli það ekki. Þetta er allavega mjög góð jólagjöf og setur sérstaklega góðan svip á jólin þetta árið.“ Lyf Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“ Ísak Sigurðsson formaður FSMA segir að hann og aðrir í félaginu séu gríðarlega ánægð með endurskoðun Lyfjastofnunar á greiðsluþátttöku á lyfinu hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza. 26. október 2023 21:05 „Það bendir hver á annan og við höfum engin svör fengið“ Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda virðist sem engin endurskoðun eigi sér stað hjá þeim um að leyfa ávísun lyfs til fullorðinna með taugahrörnunarsjúkdómsinn SMA, að sögn Flóka Ásgeirssonar lögmanns FSMA á Íslandi. 5. júlí 2023 20:20 Aðgangur að lífsnauðsynlegum lyfjum við SMA strandar á fjármagni! Á föstudag var haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að notkun lyfsins Spinraza til að meðhöndla einstaklinga með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) sem eru 18 ára og eldri við upphaf meðferðar verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati sem tryggi bæði öryggi lyfsins og nytsemi þess. 17. apríl 2023 14:31 Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Við vorum búin að vera að berjast fyrir tveimur lyfjum sem eru nýlega komin á markað,“ segir Inga Björk en hitt lyfið kallast Spinraza og var samþykkt til notkunar fyrir fullorðna í október. „Það var fyrst bara leyft fyrir börn en svo fórum við í undirskriftasöfnun til að vekja athygli á því,“ segir Inga Björk. Fjölmörgum undirskriftum var safnað í vor þar sem þess var krafist að fullorðnir fengju einnig aðgang að lyfinu. Greint var svo frá því í október á þessu ári að greiðsluþátttaka hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza hefði verið samþykkt. Nú hefur greiðsluþátttaka einnig verið samþykkt á lyfinu Evrysdi fyrir þau sem eru 18 ára og eldri. „Ég valdi Evrysdi því það er mixtúra, en hitt er gefið í gegnum mænu. Þannig mér fannst það ekki spennandi. Þó ég hefði auðvitað þegið það ef það hefði verið það eina í boði. En sem betur fer voru bæði samþykkt,“ segir Inga Björk. Bera saman árangur Alls eru ellefu einstakling á Íslandi á fullorðinsaldri með sjúkdóminn og segir Inga Björk að þau hafi verið að fá lyfið eitt af öðru síðustu daga. Áður en þau fá það þurfa þau að gangast undir ýmsar mælingar svo hægt sé að meta árangur þess. Eftir ár gangast þau svo aftur undir sömu próf. „Við höfum verið að fara í styrktarpróf og lungnapróf. Það eru einhverjir búnir að vera að taka lyfið í viku eða tvær og vonandi verða allir komnir á það í janúar.“ Inga Björk segist þekkja fólk erlendis sem hafi verið á lyfinu. Það hafi gjörbreytt lífi þeirra. „Já, þau hafa sýnt mjög góðan árangur. Fyrir flesta þá stoppar sjúkdómurinn alveg og sumir hafa lýst því að hafa fengið smá styrk aftur til baka. Því þegar sjúkdómurinn stoppar hefurðu orku til í að sækja þrekið en það hefur ekkert verið hægt hingað til. Að vera með hrörnunarsjúkdóm er eins og berjast við skriðjökul. Hann bara gengur áfram og maður er á sama stað sama hvað maður gerir.“ Inga Björk segist hæstánægð að fá lyfið en að tilfinningin sé líka súrsæt. „Ég er auðvitað glöð í dag en maður getur ekki annað en hugsað um það hvernig maður væri ef maður hefði fengið lyfið fyrir fimm árum þegar við byrjuðum að tala um þetta. Við erum öll búin að missa mjög mikla færni og orðin miklu verri á þessum fimm árum sem við vorum látin að bíða.“ Inga Björk segir að þau hafi barist frá þessu allt frá því þau voru börn. Margir séu núna á þrítugs- eða fertugsaldri. „Við erum búin að vera í þessari baráttu frá því við vorum krakkar.“ Magnað að upplifa að lyf sé til Inga Björk segir að samhliða þessu sé kominn nýr taugalæknir á Landspítalann. „Það var að byrja nýr taugalæknir á Landspítalanum sem hefur sérþekkingu á sjúkdómnum okkar. Það hefur breytt öllu að hafa aðgang að einhverjum sem hefur þekkingu á sjúkdómnum og áhuga á þessum lyfjum. Það helst mjög vel í hendur að við erum að fá lyfið um leið og hún er að koma inn,“ segir Inga Björk og á þá við Ólöfu Jónu Elíasdóttur, tauga- og endurhæfingalækni. En er baráttunni þá lokið? „Það má segja það að baráttunni sé lokið, en við höldum áfram að horfa á þróun annarra lyfja. Á næstu árum má gera ráð fyrir því að það verði tekin stór stökk í læknavísindunum,“ segir Inga Björk og að það verði spennandi að fylgjast með því. „Þegar ég var unglingur þá bjóst ég aldrei við því að það yrði nokkurn tíma til lyf við þessum sjúkdómi. Það töluðu allir um hvað sjúkdómurinn væri flókinn og að það myndi örugglega taka heila mannsævi að finna einhver lyf. Þannig mér finnst magnað í raun og veru að fá að upplifa þann tíma að það komi ekki bara eitt lyf, heldur mörg.“ Ætlarðu að halda upp á þetta? „Já, ætli það ekki. Þetta er allavega mjög góð jólagjöf og setur sérstaklega góðan svip á jólin þetta árið.“
Lyf Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“ Ísak Sigurðsson formaður FSMA segir að hann og aðrir í félaginu séu gríðarlega ánægð með endurskoðun Lyfjastofnunar á greiðsluþátttöku á lyfinu hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza. 26. október 2023 21:05 „Það bendir hver á annan og við höfum engin svör fengið“ Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda virðist sem engin endurskoðun eigi sér stað hjá þeim um að leyfa ávísun lyfs til fullorðinna með taugahrörnunarsjúkdómsinn SMA, að sögn Flóka Ásgeirssonar lögmanns FSMA á Íslandi. 5. júlí 2023 20:20 Aðgangur að lífsnauðsynlegum lyfjum við SMA strandar á fjármagni! Á föstudag var haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að notkun lyfsins Spinraza til að meðhöndla einstaklinga með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) sem eru 18 ára og eldri við upphaf meðferðar verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati sem tryggi bæði öryggi lyfsins og nytsemi þess. 17. apríl 2023 14:31 Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“ Ísak Sigurðsson formaður FSMA segir að hann og aðrir í félaginu séu gríðarlega ánægð með endurskoðun Lyfjastofnunar á greiðsluþátttöku á lyfinu hjá fullorðnum á lyfinu Spinraza. 26. október 2023 21:05
„Það bendir hver á annan og við höfum engin svör fengið“ Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda virðist sem engin endurskoðun eigi sér stað hjá þeim um að leyfa ávísun lyfs til fullorðinna með taugahrörnunarsjúkdómsinn SMA, að sögn Flóka Ásgeirssonar lögmanns FSMA á Íslandi. 5. júlí 2023 20:20
Aðgangur að lífsnauðsynlegum lyfjum við SMA strandar á fjármagni! Á föstudag var haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að notkun lyfsins Spinraza til að meðhöndla einstaklinga með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) sem eru 18 ára og eldri við upphaf meðferðar verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati sem tryggi bæði öryggi lyfsins og nytsemi þess. 17. apríl 2023 14:31
Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00