Til hvers eru markmið? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 20. desember 2023 11:01 Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi. Nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall er á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Áður lengra er haldið er fróðlegt að lesa yfir þá punkta sem Vegagerðin hefur í huga við val á fyrsta kosti. Þeir eru: Markmið framkvæmdarinnar og lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar. Kröfur um vegtækni og umferðaröryggi samkvæmt vegahandbók og norskum leiðbeiningum um jarðgangagerð. Umhverfis- og samfélagssjónarmið. Stefnumörkun í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlun. Kostnaður. Þegar litið er í matsáætlun Vegagerðarinnar frá árinu 2021 kemur meðal annars fram „að ein megin forsenda framkvæmdarinnar sé að gera veginn að greiðfærum láglendisvegi“. Þar er jafnframt sagt svo frá að „stefnt er að því að vegurinn verði greiðfær og öruggur láglendisvegur“ Þá er einnig gott að minna sig á þau markmið sem Vegagerðin setur fram vegna framkvæmdarinnar: Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga. Umferðaröryggi (lega vegarins) með bættum vegtæknilegum eiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga) Þjóðvegur út fyrir þéttbýli sem bætir öryggi og hljóðvist í þéttbýli. Stytting hringvegar. Andstaðan við þessa framkvæmd út frá umhverfisverndarsjónarmiðum er mikil. Sumir vilja meina að svona framkvæmd sé úrelt hugsun nú til dags. Mér þykir hins vegar rétt að velta því upp að árið 2024 er það algjörlega í takti við nútímann að fara í slíkar framkvæmdir. Framkvæmd sem miðar að því að auka greiðfærni og umferðaröryggi til muna. Allt í okkar samfélagi í dag miðar að því að tryggja öryggi sem best. Sama hvort það sé á vinnustaðnum, í frístundum eða þegar við nýtum okkur samgöngur. Í umferðaröryggismati sem unnið var samhliða umhverfismatsskýrslunni kemur fram að valkostur 1 (nýr láglendisvegur og jarðgöng) „sé æskilegastur hvað varðar umferðaröryggi“. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeir kostir sem fela í sér jarðgöng koma best út með tilliti til öryggis og greiðfærni. Út frá þessum upplýsingum er um að gera að spyrja sig, hver er tilgangurinn með því að breyta veglínum og byggja upp vegi? Er það ekki til þess að auka umferðaröryggi? Þess vegna þykir mér afar erfitt að skilja hvernig er hægt að líta framhjá jafn borðliggjandi leið og nýr láglendisvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru. Það hins vegar gerir Vegagerð ríkisins. Eftir lestur skýrslunnar mátti ég til með að lesa yfir markmið og stefnur Vegagerðarinnar. Ein af stefnum Vegagerðarinnar er eðlilega „Öruggar samgöngur“. Þar segir: „Við uppbyggingu og þróun samgöngukerfisins eru greiðar samgöngur og öryggi einstaklinga forgangsatriði svo ekki komi til alvarlegra slysa.“ Miðað við þessa stefnu hefði manni þótt eðlilegast að öruggasti og greiðfærasti kosturinn væri valinn. Til að fá innsýn hverskonar farartálmi vegurinn við Reynisfjall er, í samanburði við aðra hluta hringvegarins í Mýrdal sem liggja um láglendi, er gott að lesa kaflann um vetrarþjónustu. Þar segir að 75% kostnaðar vegna snjómoksturs á kaflanum frá Vík og að Jökulsá á Sólheimasandi fari í veginn við Reynisfjall. Þar segir einnig „við Reynisfjall eru krefjandi aðstæður í vetrarþjónustu vegna hæðar yfir sjávarmáli og leiðin upp yfir fjallið er brött, sérstaklega að vestanverðu þar sem bratti er 12%. Flatar og sléttar láglendisleiðir í kring eru í engri líkingu við aðstæður við Reynisfjall“. Á veginum við Reynisfjall eru einnig fjölmörg dæmi um það að vindur valdi usla. Það þekki ég sjálfur en ég hef tvisvar sinnum á minni lífsleið verið farþegi í bíl sem hafnar utanvegar, í bæði skiptin var það á veginum við Reynisfjall vegna hálku og vinds. Ég velti fyrir mér hvar við ætlum að draga mörkin? Er náttúran verðmætari en bætt umferðaröryggi? Gott dæmi um veg sem byggður hefur verið upp á umdeildum stað er vegurinn um Teigsskóg. Þar var vandað sérstaklega til verka og var lagt upp með að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna eins og hægt var. Eða eins og segir í frétt Vegagerðarinnar „helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan“. Ég hef hvergi orðið var við háværar gagnrýnisraddir eftir opnum vegarins um Teigsskóg, samt var búið að deila um það þarfa mál í tugi ára. Vandað er til verka við frágang vega og á að vera hægt að gera það í sátt og samlyndi við umhverfið þó að raskið verði alltaf eitthvað. Teigsskógur er gott dæmi um það og nýr láglendisvegur í Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall verður það vonandi líka. Þó að Vegagerðin reyni að rökstyðja leiðarval sitt í umhverfismatsskýrslunni á ég afar erfitt með að skilja hvernig hægt var að fá þessa niðurstöðu. Það er eitt og sér nóg að lesa í gegnum markmið framkvæmdarinnar og þau sjónarmið sem Vegagerðin tekur tillit til við val á fyrsta kosti til að sjá hversu furðulegt leiðarval þeirra er. Sú leið sem kemur best út hvað varðar umferðaröryggi og greiðfærni er ekki valin. Ekki nóg með það að Vegagerðin fari gegn eigin markmiðum við val á leið þá fer hún sem fyrr segir einnig gegn vilja Mýrdalshrepps og velur leið sem þeir vita að kemur ekki til greina hjá sveitarfélaginu. Samt er tekið fram að þeir horfi til „stefnumörkunar í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlunar“ við val á fyrsta kosti. Höfundur er 23 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi. Nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall er á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Áður lengra er haldið er fróðlegt að lesa yfir þá punkta sem Vegagerðin hefur í huga við val á fyrsta kosti. Þeir eru: Markmið framkvæmdarinnar og lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar. Kröfur um vegtækni og umferðaröryggi samkvæmt vegahandbók og norskum leiðbeiningum um jarðgangagerð. Umhverfis- og samfélagssjónarmið. Stefnumörkun í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlun. Kostnaður. Þegar litið er í matsáætlun Vegagerðarinnar frá árinu 2021 kemur meðal annars fram „að ein megin forsenda framkvæmdarinnar sé að gera veginn að greiðfærum láglendisvegi“. Þar er jafnframt sagt svo frá að „stefnt er að því að vegurinn verði greiðfær og öruggur láglendisvegur“ Þá er einnig gott að minna sig á þau markmið sem Vegagerðin setur fram vegna framkvæmdarinnar: Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga. Umferðaröryggi (lega vegarins) með bættum vegtæknilegum eiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga) Þjóðvegur út fyrir þéttbýli sem bætir öryggi og hljóðvist í þéttbýli. Stytting hringvegar. Andstaðan við þessa framkvæmd út frá umhverfisverndarsjónarmiðum er mikil. Sumir vilja meina að svona framkvæmd sé úrelt hugsun nú til dags. Mér þykir hins vegar rétt að velta því upp að árið 2024 er það algjörlega í takti við nútímann að fara í slíkar framkvæmdir. Framkvæmd sem miðar að því að auka greiðfærni og umferðaröryggi til muna. Allt í okkar samfélagi í dag miðar að því að tryggja öryggi sem best. Sama hvort það sé á vinnustaðnum, í frístundum eða þegar við nýtum okkur samgöngur. Í umferðaröryggismati sem unnið var samhliða umhverfismatsskýrslunni kemur fram að valkostur 1 (nýr láglendisvegur og jarðgöng) „sé æskilegastur hvað varðar umferðaröryggi“. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeir kostir sem fela í sér jarðgöng koma best út með tilliti til öryggis og greiðfærni. Út frá þessum upplýsingum er um að gera að spyrja sig, hver er tilgangurinn með því að breyta veglínum og byggja upp vegi? Er það ekki til þess að auka umferðaröryggi? Þess vegna þykir mér afar erfitt að skilja hvernig er hægt að líta framhjá jafn borðliggjandi leið og nýr láglendisvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru. Það hins vegar gerir Vegagerð ríkisins. Eftir lestur skýrslunnar mátti ég til með að lesa yfir markmið og stefnur Vegagerðarinnar. Ein af stefnum Vegagerðarinnar er eðlilega „Öruggar samgöngur“. Þar segir: „Við uppbyggingu og þróun samgöngukerfisins eru greiðar samgöngur og öryggi einstaklinga forgangsatriði svo ekki komi til alvarlegra slysa.“ Miðað við þessa stefnu hefði manni þótt eðlilegast að öruggasti og greiðfærasti kosturinn væri valinn. Til að fá innsýn hverskonar farartálmi vegurinn við Reynisfjall er, í samanburði við aðra hluta hringvegarins í Mýrdal sem liggja um láglendi, er gott að lesa kaflann um vetrarþjónustu. Þar segir að 75% kostnaðar vegna snjómoksturs á kaflanum frá Vík og að Jökulsá á Sólheimasandi fari í veginn við Reynisfjall. Þar segir einnig „við Reynisfjall eru krefjandi aðstæður í vetrarþjónustu vegna hæðar yfir sjávarmáli og leiðin upp yfir fjallið er brött, sérstaklega að vestanverðu þar sem bratti er 12%. Flatar og sléttar láglendisleiðir í kring eru í engri líkingu við aðstæður við Reynisfjall“. Á veginum við Reynisfjall eru einnig fjölmörg dæmi um það að vindur valdi usla. Það þekki ég sjálfur en ég hef tvisvar sinnum á minni lífsleið verið farþegi í bíl sem hafnar utanvegar, í bæði skiptin var það á veginum við Reynisfjall vegna hálku og vinds. Ég velti fyrir mér hvar við ætlum að draga mörkin? Er náttúran verðmætari en bætt umferðaröryggi? Gott dæmi um veg sem byggður hefur verið upp á umdeildum stað er vegurinn um Teigsskóg. Þar var vandað sérstaklega til verka og var lagt upp með að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna eins og hægt var. Eða eins og segir í frétt Vegagerðarinnar „helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan“. Ég hef hvergi orðið var við háværar gagnrýnisraddir eftir opnum vegarins um Teigsskóg, samt var búið að deila um það þarfa mál í tugi ára. Vandað er til verka við frágang vega og á að vera hægt að gera það í sátt og samlyndi við umhverfið þó að raskið verði alltaf eitthvað. Teigsskógur er gott dæmi um það og nýr láglendisvegur í Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall verður það vonandi líka. Þó að Vegagerðin reyni að rökstyðja leiðarval sitt í umhverfismatsskýrslunni á ég afar erfitt með að skilja hvernig hægt var að fá þessa niðurstöðu. Það er eitt og sér nóg að lesa í gegnum markmið framkvæmdarinnar og þau sjónarmið sem Vegagerðin tekur tillit til við val á fyrsta kosti til að sjá hversu furðulegt leiðarval þeirra er. Sú leið sem kemur best út hvað varðar umferðaröryggi og greiðfærni er ekki valin. Ekki nóg með það að Vegagerðin fari gegn eigin markmiðum við val á leið þá fer hún sem fyrr segir einnig gegn vilja Mýrdalshrepps og velur leið sem þeir vita að kemur ekki til greina hjá sveitarfélaginu. Samt er tekið fram að þeir horfi til „stefnumörkunar í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlunar“ við val á fyrsta kosti. Höfundur er 23 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun