Innlent

Neyðar­stigi al­manna­varna lýst yfir

Atli Ísleifsson skrifar
Eldgos hófst á ellefta tímanum í kvöld. Myndin er tekin af Faxabraut í Reykjanesbæ.
Eldgos hófst á ellefta tímanum í kvöld. Myndin er tekin af Faxabraut í Reykjanesbæ. Brynjólfur Ívarsson

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara neyðarstig almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi sem hófst á ellefta tímanum í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Þar kemur fram að samhæfingastöð Almannavarna hafi verið virkjuð.

Almannavarnir beinir því til almennings að fara ekki á staðinn á meðan viðbragðsaðilar meta stöðuna.

Eldgos hófst norðan við Grindavíkur og virðist vera staðsett nærri Hagafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×