Klopp sagði yfirburðina hafa verið meiri en í 7-0 sigrinum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 19:04 Klopp tekur á móti boltanum á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að Liverpool hafi sýnt meiri yfirburði í leik liðsins gegn Manchester United í dag en í 7-0 sigrinum í fyrra. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield í dag. Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag. Liverpool mistekst því að fara í toppsæti deildarinnar á nýjan leik en Arsenal fór á toppinn eftir sigurinn á Brighton í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var í viðtali eftir leik og hann var svekktur með niðurstöðuna. Since the start of the 2016/17 season, only two sides have 34 or more shots in a Premier League game and failed to score: 38 - Man Utd (vs. Burnley in 2016) 34 - Liverpool (vs Man Utd in 2023) No way through for Jürgen Klopp's side. pic.twitter.com/0y0OQhepfB— Squawka (@Squawka) December 17, 2023 „Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin því við hefðum átt að skora. Ég var ánægður með ákefðina og hvernig við byrjuðum leikinn. Ég held að allir hafi séð hvað við vildum gera,“ sagði Klopp eftir leik en Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og voru nálægt því að skora í upphafi leiks. Liverpool hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og leikmenn Manchester United komust í örfá skipti inn á varnarþriðjung Liverpool í hálfleiknum. „Gagnpressan hjá okkur var líklega sú besta síðan þessi hópur var settur saman. Við hleyptum þeim ekkert áfram í fyrri hálfleiknum en þeir fengu færi í seinni hálfleik þar sem við þurftum á Ali (Alisson) að halda.“ Jurgen Klopp og Virgil Van Dijk svekktir á svip þakka áhorfendum á Anfield eftir leik í dag.Vísir/Getty Leikurinn opnaðist í síðari hálfleiknum og þá fengu bæði lið færi til að skora. Trent Alexander-Arnold komst næst því þegar hann skaut hárfínt framhjá marki United. Þá fékk Rasmus Höjlund gott færi fyrir United en Alisson í marki Liverpool varði vel. Klopp hélt áfram að tala um yfirburði Liverpool og sagði þá hafa verið meiri en í 7-0 sigri Liverpool gegn United í fyrra. „Ég man ekki eftir jafn mikilli yfirburðaframmistöðu gegn Manchester United. Í 7-0 leiknum voru þeir meira inni í leiknum. En þetta fór 0-0 og eflaust úrslit sem þeir eru ánægðari með en við. Fyrir okkur er bara að taka þessu stigi og halda áfram.“ Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í dag. Liverpool mistekst því að fara í toppsæti deildarinnar á nýjan leik en Arsenal fór á toppinn eftir sigurinn á Brighton í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var í viðtali eftir leik og hann var svekktur með niðurstöðuna. Since the start of the 2016/17 season, only two sides have 34 or more shots in a Premier League game and failed to score: 38 - Man Utd (vs. Burnley in 2016) 34 - Liverpool (vs Man Utd in 2023) No way through for Jürgen Klopp's side. pic.twitter.com/0y0OQhepfB— Squawka (@Squawka) December 17, 2023 „Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin því við hefðum átt að skora. Ég var ánægður með ákefðina og hvernig við byrjuðum leikinn. Ég held að allir hafi séð hvað við vildum gera,“ sagði Klopp eftir leik en Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og voru nálægt því að skora í upphafi leiks. Liverpool hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og leikmenn Manchester United komust í örfá skipti inn á varnarþriðjung Liverpool í hálfleiknum. „Gagnpressan hjá okkur var líklega sú besta síðan þessi hópur var settur saman. Við hleyptum þeim ekkert áfram í fyrri hálfleiknum en þeir fengu færi í seinni hálfleik þar sem við þurftum á Ali (Alisson) að halda.“ Jurgen Klopp og Virgil Van Dijk svekktir á svip þakka áhorfendum á Anfield eftir leik í dag.Vísir/Getty Leikurinn opnaðist í síðari hálfleiknum og þá fengu bæði lið færi til að skora. Trent Alexander-Arnold komst næst því þegar hann skaut hárfínt framhjá marki United. Þá fékk Rasmus Höjlund gott færi fyrir United en Alisson í marki Liverpool varði vel. Klopp hélt áfram að tala um yfirburði Liverpool og sagði þá hafa verið meiri en í 7-0 sigri Liverpool gegn United í fyrra. „Ég man ekki eftir jafn mikilli yfirburðaframmistöðu gegn Manchester United. Í 7-0 leiknum voru þeir meira inni í leiknum. En þetta fór 0-0 og eflaust úrslit sem þeir eru ánægðari með en við. Fyrir okkur er bara að taka þessu stigi og halda áfram.“
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira